Saga - 2018, Page 27
„styttingaleiðar“ sem lögð hafði verið fram í nýafstaðinni kosninga-
baráttu, og í þriðja lagi dagbókarbrot sem sagt var ættað frá Ragn -
hildi Helgadóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokks, og ýjaði meðal ann-
ars að kynlífi þeirra hjóna. Úr umgjörðinni mátti lesa skírskotanir til
falsaðra dagbóka Adolfs Hitlers sem höfðu nýlega verið afhjúpaðar.
Fyrir myndina af manninum með hnífinn yfir typpinu var Úlfar
Þormóðsson sakfelldur bæði í Sakadómi Reykjavíkur og hæstarétti
en sýknaður á báðum dómstigum fyrir myndina af manninum með
typpið milli læranna. Hún var talin eðlilegur hluti af háðsádeilu „á
nýtt þjóðfélagsfyrirbæri, sérframboð kvenna“. Dagbókarbrot hinnar
nafngreindu þingkonu var líklega það sem ríkissaksóknari vísaði til
sem mögulegra ærumeiðinga þegar Spegillinn var upphaflega gerð -
ur upptækur. Sakadómur Reykjavíkur taldi dagbókargreinina klám-
fengna en hæstiréttur sýknaði Úlfar af þeim hluta ákærunnar, þar
sem lesefnið væri ekki klám „eftir þeim viðhorfum, sem nú ríkja um
umfjöllun um kynræn efni“, þótt vissulega væri það „rakin smekk -
leysa“ og „ósæmilegt með öllu“. Loks var Úlfar sakfelldur á báðum
dómstigum fyrir brot á prentlögum.
Tjáningarfrelsið og hegningarlögin
Spegilsmálið vakti gríðarlega umræðu í íslensku samfélagi. Mála -
rekstur ríkisvaldsins var gagnrýndur harðlega og málstaður Úlfars
Þormóðssonar naut víðtæks stuðnings úti í samfélaginu.4 Sjálfur gaf
hann út bók um málið, Bréf til Þórðar frænda, árið 1984.
73. grein íslensku stjórnarskrárinnar kveður á um að hver maður
eigi rétt á að láta í ljós hugsanir sínar (en hann verði að ábyrgjast
þær fyrir dómi, samanber kæruna á hendur Úlfari fyrir að hafa ekki
tilgreint sig sem ábyrgðarmann Spegilsins) og ritskoðun megi aldrei
í lög leiða. Tjáningarfrelsinu megi aðeins setja skorður með lögum
„í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða
siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra“.5
álitamál — sagan og samtíminn 25
4 Meðal þeirra sem gagnrýndu málareksturinn voru lögfræðingar sem drógu lög-
mæti hans í efa. Sjá t.d. Jón Steinar Gunnlaugsson, „Hugleiðingar í tilefni Hæsta -
réttardóms“, Tímarit lögfræðinga 33:3 (1983), bls. 191–196.
5 Vef. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, Alþingi, https://www.althingi.is/lagas/
nuna/1944033.html, sótt 5. mars 2018. Greininni var breytt nokkuð árið 1995 og
breyttist þá úr 72. grein í 73. grein. Meðal annars var hún látin kveða á um tján-
ingarfrelsi fremur en aðeins prentfrelsi eins og áður var.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 25