Saga - 2018, Side 28
Þannig er lögum um ærumeiðingar til dæmis ætlað að vernda
mannorð fólks en guðlastsákvæðið, sem Úlfar Þormóðsson var
dæmd ur fyrir að brjóta, tilheyrði 13. kafla hegningarlaganna um
brot á almannafriði og allsherjarreglu. Guðlastslögunum var reynd -
ar sjaldan beitt meðan þau voru í gildi. Líklega var Brynjólfur Bjarna -
son eini maðurinn sem var dæmdur fyrir guðlast á Íslandi á tuttug-
ustu öld auk Úlfars Þormóðssonar, en Brynjólfur var kærður fyrir
ummæli sem hann lét falla í ritdómi um Bréf til Láru árið 1925.6
Deilur um lagaleg mörk tjáningarfrelsisins hér á landi hafa lík-
lega oftast snúist um ærumeiðingalögin. Mörg umtöluð meiðyrða -
mál voru háð fyrir íslenskum dómstólum á tuttugustu öld. Frá árun-
um kringum Spegilsmálið má til dæmis nefna dómsmálin sem fylgdu
í kjölfar undirskriftasöfnunar Varins lands árið 1974, til stuðnings
áframhaldandi veru Bandaríkjahers á Íslandi, en aðstandendur undir -
skriftasöfnunarinnar höfðuðu meiðyrðamál á hendur ýmsum sem
höfðu gagnrýnt þá harðlega meðan söfnunin stóð yfir. Óljóst er
hvers vegna ríkissaksóknari ákvað að kæra ritstjóra Spegils ins ekki
fyrir ærumeiðingar níu árum síðar, eins og virðist upphaflega hafa
verið hugmyndin.
Frá því á áttunda áratug tuttugustu aldar hafa reyndar líka
komið upp ýmis dómsmál um klám á Íslandi, en fæst þeirra hafa
vakið sérstaka athygli. Það er ljóst að mörgum þótti fráleitt að beita
klámákvæði hegningarlaganna gegn skopblaði á borð við Spegilinn,
þar sem innihaldi hans væri ekki ætlað að vera kynferðislega örv -
andi. Það má þó í raun flokka grínið í Speglinum til gamalgróinnar
hefðar klámfenginnar háðsádeilu, þar sem groddalegum kynferðis-
legum (eða að öðru leyti líkamlegum) skírskotunum er beitt til póli-
tískrar gagnrýni eða árása. Þessi hefð á sér til dæmis sterkar rætur í
Frakklandi. Myndirnar sem kært var fyrir í Speglinum voru fengnar
úr franska skopblaðinu Hara-Kiri, forvera Charlie Hebdo sem varð
umtalað þegar gerð var skotárás á skrifstofu blaðsins árið 2015 og
tólf starfsmenn þess létu lífið.7
álitamál — sagan og samtíminn26
6 Brynjólfur Bjarnason, „„Bréf til Láru“, önnur útgáfa“, Alþýðublaðið 24. mars
1925, bls. 2–3. Brynjólfur gaf út vörn sína í málinu skömmu síðar. Hún er
aðgengileg á vef Vantrúar. Sjá Vef. Brynjólfur Bjarnason, „Vörn í guðlastsmálinu.
Íhaldsstjórnin gegn Brynjólfi Bjarnasyni“, Vantrú, 26. júní 2011, https://www.
vantru.is/2011/06/26/10.00/, sótt 5. mars 2018.
7 Niðurstaða hæstaréttar í Spegilsmálinu fellur þó ágætlega að öðrum dómum
fyrir brot á 210. grein hegningarlaganna á þessu tímabili, þar sem tenging
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 26