Saga - 2018, Side 29
Ærumeiðingar, guðlast og klám
Nú, þegar 35 ár eru liðin frá Spegilsmálinu, hafa sum þessara laga -
ákvæða tekið breytingum, önnur ekki. Meiðyrðalögin, sem ákæran
átti meðal annars að snúast um í upphafi, eru enn í fullu gildi og
hefur oft verið tekist á um þau síðustu áratugi, ekki síst í tengslum
við tjáningarfrelsi fjölmiðla. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur
oftar en einu sinni úrskurðað að hallað hafi á tjáningarfrelsið í
meiðyrðamálum fyrir íslenskum dómstólum. Ýmsar breytingar á
lögunum hafa verið ræddar, til dæmis hvort ástæða sé til að færa
ákvæði um ærumeiðingar úr refsirétti í einkarétt.8
125. grein almennra hegningarlaga, um guðlast, var afnumin að
undirlagi Pírata árið 2015. Í greinargerð með frumvarpinu var vísað
til skotárásarinnar á Charlie Hebdo til að undirstrika mikilvægi þess
að renna sterkari stoðum undir tjáningarfrelsið. Bent var á að í 233.
grein hegningarlaganna væri kveðið á um refsingu við því að
hæðast að, rógbera, smána eða ógna mönnum „vegna þjóðernis, lit-
arháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar“. Þar
er trúin tilgreind sem einn þáttur í stöðu eða sjálfsmynd fólks, en
greinin beinist að því að vernda manneskjurnar fremur en trúar-
brögðin sjálf og fellur betur að nútímahugmyndum um mannrétt -
indi en gamla guðlastsákvæðið.
Frumvarp Pírata var samþykkt með miklum meirihluta og
virðast fáir hafa séð eftir guðlastsákvæðinu.9 Því hafði enda sjaldan
verið beitt — þótt það sé eflaust mörgum í fersku minni þegar ríkis -
álitamál — sagan og samtíminn 27
kynlífs og ofbeldis var litin alvarlegum augum. Í þeim anda töldu dómstólar að
myndin af manninum sem býr sig undir að skera af sér typpið væri klám þar
sem „tenging kynfæris og stórhættulegs vopns“ teldist til þess fallin að hvetja
til „misþyrminga á kynlífssviðinu“ og höfðaði „til óeðlilegs, sjúklegs hugar -
fars“. Nánari grein verður gerð fyrir þessu samhengi í væntanlegri bók minni,
Stund klámsins. Klám á Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar, sem kemur út hjá
Sögufélagi haustið 2018.
8 Sjá t.d. Vef. Róbert R. Spanó, Álit refsiréttarnefndar, 12. nóvember 2012, https://
www.stjornarradid.is/media/menntamalaraduneyti-media/media/MRN-pdf/
Alit-refsirettarnefndar-IRR.pdf, sótt 13. mars 2018.
9 Íslendingar höfðu verið gagnrýndir fyrir það af fulltrúum alþjóðastofnana að
guðlastsákvæðið væri enn í gildi þar sem það samræmdist ekki nútímahug-
myndum um mannréttindi. Önnur lög sem kunna að verða afnumin á næstu
árum er 95. grein almennra hegningarlaga, um móðganir við erlenda þjóðhöfð -
ingja, en Vinstri græn hafa oftar en einu sinni lagt fram frumvarp þess efnis.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 27