Saga - 2018, Page 30
saksóknari tók til rannsóknar páskaþátt Spaugstofunnar árið 1997.
Meðal þeirra sem höfðu lýst þeirri skoðun að þátturinn væri guðlast
var þáverandi biskup Íslands, Ólafur Skúlason. Svo fór þó að lokum
að ekki var lögð fram kæra í málinu.
klámákvæði hegningarlaganna er sérstaklega áhugavert í þessu
samhengi en því virðist ekki hafa verið beitt að ráði fyrr en opin -
skáar kynferðislýsingar fóru að verða meira áberandi í vestrænni
menningu eftir miðja tuttugustu öld. Síðustu áratugi hefur femínísk
gagnrýni mjög sett mark sitt á alla umræðu og hugmyndir um klám.
Í stað þess að litið sé á klám fyrst og fremst sem eitthvað sem brýtur
gegn almennu siðgæði, líkt og áður var, er kynferðisleg niðurlæging
og ofbeldi gegn konum sterkur þáttur í samtímaskilgreiningum á
klámi. Í ljósi þess mætti ef til vill ætla að skapast hefði lífleg umræða
um endurnýjun klámlöggjafarinnar — sem var baráttumál margra
femínista erlendis — en svo er ekki. klámákvæðið hefur staðið lítið
breytt í íslenskum lögum frá því á síðari hluta nítjándu aldar.10
Þegar íslenskir femínistar hófu að berjast gegn klámi á níunda
áratug tuttugustu aldar snerist baráttan um að ríkjandi lögum væri
framfylgt, ekki að gerðar yrðu breytingar á þeim.11 Þetta skýrist lík-
lega einkum af því hversu vítt klámákvæði íslenskra hegningarlaga
er, en hugtakið hefur aldrei verið skilgreint í lögunum.12 Það má
beita því á femínískum forsendum gegn klámi, rétt eins og hægt var
að beita því á forsendum almenns velsæmis. Fulltrúar yfirvalda hafa
enda gengist við því opinberlega að þessi sveigjanleiki laganna geti
verið kostur.13 Það má hins vegar einnig fullyrða að gagnvart borg-
urunum sé það óheppilegt að ekki skuli vera ljóst hvað nákvæmlega
er refsivert og hvað ekki.
Það var fyrst eftir aldamótin 2000 sem fram komu hugmyndir
um róttækar breytingar á íslenskri klámlöggjöf. Umtöluðustu áform -
in í þá veru voru sett fram árið 2013 af Ögmundi Jónassyni, þáver-
álitamál — sagan og samtíminn28
10 Á tíunda áratug tuttugustu aldar var þó bætt við það sérstöku ákvæði um
barnaklám, sem er ekki aðeins refsivert að dreifa heldur einnig að hafa í fórum
sínum.
11 Það er rétt að benda á að femínistar voru meðal þeirra sem mótmæltu
ákærunni í Spegilsmálinu og þótti hún skjóta skökku við.
12 Það hefur þýðingu að á Íslandi hefur sama orð, klám, verið notað yfir það sem
á erlendum málum er annars vegar kallað ósæmilegt eða ósiðlegt (e. obscene) en
hins vegar pornógrafískt.
13 „klám — ósómi eða eðlilegur hlutur?“, Morgunblaðið 6. október 1974, bls. 16 og
„Alþingismönnum sýnt klámmyndband“, Tíminn 7. mars 1990, bls. 2.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 28