Saga - 2018, Síða 31
andi innanríkisráðherra, en náðu ekki fram að ganga. Það sem vakti
þar mesta athygli, og olli miklu fjaðrafoki, voru hugmyndir um
netsíur sem beita mætti til að vernda börn fyrir klámi á netinu. Það
vakti minni athygli að ráðherrann skipaði einnig nefnd til að vinna
að frumvarpi um breytingar á klámlöggjöfinni, með það að mark -
miði að þrengja og skerpa á skilgreiningu hugtaksins með áherslu á
ofbeldi og niðurlægingu sem eiginleika kláms.14 Píratar voru meðal
þeirra sem gagnrýndu hugmyndir Ögmundar um net síur hvað
harðlegast. Breytingar á klámlöggjöfinni eru ekki á stefnuskrá flokks -
ins en fyrrverandi þingmaður hans, Ásta Guðrún Helga dóttir, hefur
hins vegar lýst því yfir að hún vilji breyta lögunum eða jafnvel af -
nema þau.15
„Jafnvel ég myndi ritskoða raunverulegt klám …“
Úlfar Þormóðsson var síðasti maðurinn sem dæmdur var fyrir
guðlast á Íslandi samkvæmt 125. grein hegningarlaganna. Það verð -
ur forvitnilegt að sjá hvernig hinu sveigjanlega klámákvæði laganna
reiðir af í nánustu framtíð. Öfugt við guðlast, sem flestum þótti
sennilega heyra fortíðinni til sem refsiverður gjörningur, hefur inn -
tak klámhugtaksins þróast í takt við samfélagið og neikvæð merk -
ing þess endurnýjast. klám er ekki aðeins talið brjóta gegn almennu
siðgæði, mannréttindum og velferð kvenna heldur er það hlaðið
víðtækri neikvæðri merkingu, tengt sóðaskap og gróðabralli, lág-
kúru og smekkleysi.
Spegilsmálið vakti vissulega mikla umræðu um tjáningarfrelsi á
Íslandi og takmarkanir þess. Ákæran fyrir klám vakti hins vegar
einkum hneykslun vegna þess að flestir litu svo á að efni blaðsins
álitamál — sagan og samtíminn 29
14 Sjá t.d. Vef. Ögmundur Jónasson, „Re: Response to open letter on measures to
combat violent pornography“, Stjórnarráð Íslands, https://www.stjornarradid.
is/media/innanrikisraduneyti-media/media/frettir-2013/vidbrogd-vid-opnu-
brefi—-enska.pdf, sótt 5. mars 2018.
15 Vef. „Verðandi þingmaður Pírata vill endurskoða löggjöf um klám“, Vísir, 1.
ágúst 2015, http://www.visir.is/g/2015150809984, sótt 5. mars 2018. Ásta
Guðrún skrifaði BA-ritgerð í sagnfræði um klámlöggjöfina. Sjá Lbs.-Hbs. Ásta
Guðrún Helgadóttir, Permitting Pornography. A Critical Review of the History
of Pornography Censorship in Iceland in a European Perspective. BA-ritgerð í
sagnfræði við Háskóla Íslands 2014. Ásta hélt raunar einnig fyrirlestur um
efnið á sama aðalfundi og Úlfari Þormóðssyni voru veitt Frelsis verðlaun
Ungra Pírata.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 29