Saga - 2018, Side 33
ásta kristín benediktsdóttir
Hinsegin fólk og tjáningarfrelsið
Í desember 2017 voru tveir menn sakfelldir í Hæstarétti Íslands fyrir
að viðhafa hatursorðræðu gegn hinsegin fólki á netinu. Dómarnir
sæta nokkrum tíðindum þar sem þeir eru meðal örfárra dæma um
sakfellingu fyrir brot gegn a-lið 233. gr. almennra hegningarlaga,
sem kveður á um takmarkanir á tjáningarfrelsi sem annars er stjórnar -
skrárbundinn réttur á Íslandi. Samkvæmt ákvæðinu skal hver sá
sem „opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða
hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu … vegna
þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kyn-
vitundar“ sæta refsingu, sektum eða fangelsi1 — og í þessu tilfelli
var talið að tiltekin ummæli beindust gegn kynhneigð samkyn-
hneigðra og teldust hatursorðræða.2
Málið á rætur að rekja til ársins 2015 þegar Samtökin ’78 og
lögmaður þeirra, Björg Valgeirsdóttir hdl., lögðu fram alls níu kærur
í kjölfar umræðu á vefmiðlum, í útvarpi og víðar um hinsegin -
fræðslu í skólum. Allt frá upphafi þessara málaferla, sem er ekki
lokið þegar þessi orð eru rituð, hafa þau verið nokkuð umdeild
enda er um að ræða frelsi og mannréttindi, málefni sem eru flestum
afar hjartkær og mikilvæg, og spurninguna hvort, og þá hvenær,
réttlætanlegt sé að takmarka frelsi einnar manneskju til að tryggja
réttindi annarrar. Svarið er langt frá því að vera einfalt og snýst ekki
um eindregna afstöðu með eða á móti tjáningarfrelsi enda er það
mikilvægur þáttur í mannréttindum.
álitamál — sagan og samtíminn 31
1 Vef. Alþingi. Almenn hegningarlög nr. 19/1940, https://www.althingi.is/lagas/
nuna/1940019.html, sótt 13. mars 2018.
2 Vef. Hæstiréttur Íslands. Dómar um hatursorðræðu nr. 577/2017 og 415/2017,
14. desember 2017, https://www.haestirettur.is/frettir/frett/2017/12/14/Domar-
um-hatursordraedu, sótt 13. mars 2018. Í dómsorðum segir að þótt hugtakið hat-
ursorðræða komi ekki fram í hegningarlögum megi líta á það „sem samnefnara
fyrir þá hæðni, rógburð, smánun eða ógnun, sem refsivert er að tjá eftir ákvæð -
inu, og þá um leið sem mælikvarða á þann grófleika tjáningarinnar, sem áskil -
inn er. Af því leiðir að tjáningin verður að fela í sér slíka óbeit, andúð, fyrir -
litningu eða fordæmingu að telja megi hana til hatursorðræðu í garð þess, sem
henni er beint að.“
Ásta kristín Benediktsdóttir, astakben@gmail.com
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 31