Saga - 2018, Page 34
Hin glæpsamlegu ummæli
Ummælin, sem um ræðir, voru viðhöfð í athugasemdakerfum vef -
mið lanna Vísis og DV í umræðu um ályktun sem bæjarstjórn Hafnar -
fjarðar samþykkti í apríl 2015 og laut að gerð samstarfssamnings við
Samtökin ’78 um hinseginfræðslu í grunnskólum bæjarins. Mark -
mið fræðslustarfs Samtakanna ’78 er að miðla fróðleik um hugtök
sem tengjast hinsegin veruleika, staðalmyndir, fordóma og leiðir til
að gera samfélagið hinseginvænt.3 Í almennri umræðu um fræðsl -
una gætir þó stundum þess misskilnings að um sé að ræða kyn -
fræðslu — jafnvel verklega — og gagnrýnisraddir eru oft uppteknar
af því að ekki eigi að „kenna“ börnum og ungmennum að stunda
kynlíf með fólki af sama kyni.4 Slík afstaða kom meðal annars fram
í athugasemd sem Sveinbjörn Styrmir Gunnarsson skrifaði við frétt
á DV: „Á nú að fara eyðileggja sakleysi barnanna að foreldrum for-
spurðum? Ég myndi flokka þetta undir barnanýð vera troða kyn -
villu í saklaus börn. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar vinsamlegast haldið
saurugu hugsunum og löngunum ykkar frá börnunum mínum.“5
Nokkrum dögum síðar skrifaði Carl Jóhann Lilliendahl sömuleiðis
við frétt á Vísir.is: „Við hlustendur útvarps Sögu kærum okkur ekki
um neinar fjandans útskýringar … á þessari kynvillu. Þetta er
ógeðslegt. Að innræta í börn hvernig kynvillingar eðla sig í rúminu.
… Þvílíkt ógeð.“6
Samtökin ’78 kærðu Sveinbjörn, Carl og sjö aðra einstaklinga til
lögreglu fyrir að hafa, eins og fram kom í yfirlýsingu, „beitt hávær-
um röddum og hatursfullri orðræðu í garð hinsegin fólks á opinber-
um vettvangi“ — orðræðu sem samtökin töldu til þess fallna að
álitamál — sagan og samtíminn32
3 Vef. Samtökin ’78, „Fræðslustarfsemi Samtakanna ’78“, https://www.samtokin-
78.is/tjonusta/fraedsla, sótt 13. mars 2018.
4 Raunar er áhugavert að í fyrrnefndum dómsorðum er einnig talað um fræðslu
Samtakanna ’78 sem „kynfræðslu“. Sjá Vef. Hæstiréttur Íslands. Dómar um
haturs orðræðu nr. 577/2017 og 415/2017.
5 Sjá Vef. Jóhann Skúli Björnsson, „Hafnarfjörður: Fyrst til að bjóða grunnskóla-
nemum upp á hinseginfræðslu“, DV, athugasemdakerfi, 15. apríl 2015, http://
www.dv.is/frettir/2015/4/15/hafnarfjordur-fyrst-til-ad-bjoda-grunnskolanem-
um-upp-hinseginfraedslu/, sótt 13. mars 2018.
6 Athugasemdin birtist við: Vef. Nanna Elísa Jakobsdóttir, „Vill útskýra hinsegin
fræðslu fyrir hlustendum Útvarps Sögu“, Visir, 21. apríl 2015, http://www.visir.
is/g/2015150429807, sótt 18. mars 2018, en hefur nú verið eytt. Hana má lesa í
dómsorði: Vef. Hæstiréttur Íslands. Dómur í máli nr. 415/2017.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 32