Saga - 2018, Page 35
breiða út fordóma og hafa slæm áhrif á fólk. Sem hatursorðræða
væri hún enn fremur ólögleg þar sem hún bryti í bága við almenn
hegningarlög.7 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu vísaði þeim
sjö kærum sem undir embættið heyrðu í fyrstu frá án efnislegrar
meðferðar en Samtökin ’78 kærðu þá ákvörðun til ríkissaksóknara,
sem úrskurðaði í nóvember 2015 að frávísunin hefði verið óréttmæt.
Ári síðar, 23. nóvember 2016, voru loks gefnar út ákærur í málunum
sjö. Ákærðu voru allir sýknaðir í héraði. Tvö málanna eru enn í
vinnslu þegar þetta er ritað í mars 2018. Hæstiréttur sneri tveimur
dómanna við og dæmdi Sveinbjörn og Carl seka fyrir brot gegn
a-lið 233. gr. almennra hegningarlaga. Við sakfellinguna var einnig
tekið tillit til þess að samkynhneigðum væri tryggður réttur til frið -
helgi einkalífs samkvæmt 71. gr. stjórnarskrárinnar og til jafn ræðis
og mannréttinda samkvæmt 65. gr. hennar.8
Mannréttindi
Tíðindin sem felast í dómum Hæstaréttar eru líklega einkum þau að
nú hefur verið viðurkennt að það sé ekki bara skylda íslensks lög-
gjafa að tryggja tjáningarfrelsi heldur einnig „að tryggja einkalífi
manna friðhelgi … og stuðla að vernd þeirra sem hætt er við að sæti
aðkasti eða andúð vegna aðstæðna sinna eða sérkenna.“9 Með öðr -
um orðum getur, í ákveðnum tilfellum, þurft að takmarka tjáningar -
frelsi einnar manneskju til að tryggja öryggi annarrar; mannréttindi
felast ekki bara í því að mega tjá sig heldur snúast þau einnig um að
þurfa ekki að þola neikvæða og meiðandi orðræðu annarra. Þessi
afstaða kemur einnig skýrt fram í skýrslu Mannréttinda skrif stofu
álitamál — sagan og samtíminn 33
7 Vef. „Samtökin ’78 kæra tíu manns fyrir háværa og hatursfulla orðræðu í garð
hinsegin fólks“, Kjarninn, 27. apríl 2015, https://kjarninn.is/frettir/samtokin-
78-kaera-tiu-manns-fyrir-havaera-og-hatursfulla-ordraedu-i-gard-hinsegin-
folks/, sótt 13. mars 2018.
8 Vef. Hæstiréttur Íslands. Dómar um hatursorðræðu nr. 577/2017 og 415/2017.
Hæstiréttur staðfesti sama dag sýknudóm yfir þriðja aðilanum á þeim forsend-
um að þótt orðalag ákærða hefði „falið í sér smánun í garð samkynhneigðra og
fordóma, gætu þau ekki talist slík að fullnægt væri því skilyrði að þau fælu í sér
haturs orðræðu í þessum skilningi.“ Ummælin voru: „Hlutlausa kynfræðslu á
að veita í skólum en ALDREI réttlæta ónáttúrulega kynhegðan fyrir saklausum
börnum og kalla það sem er óeðlilegt eðlilegt!!!“ Sjá Vef. Hæstiréttur Íslands.
Dómur í máli nr. 354/2017, 14. desember 2017, https://www.haestirettur.is
/frettir/frett/2017/12/14/Domar-um-hatursordraedu/, sótt 13. mars 2018.
9 Vef. Hæstiréttur Íslands. Dómar um hatursorðræðu nr. 577/2017 og 415/2017.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 33