Saga - 2018, Síða 36
Íslands um hatursglæpi frá árinu 2013 en þar er lögð áhersla á að
hatursorðræða grafi undan jafnrétti og geti haft alvarlegar afleiðingar
sé hún látin óáreitt.10
Þessi afstaða er þó alls ekki óumdeild. Einn af þremur dómurum
Hæstaréttar Íslands, Ólafur Börkur Þorvaldsson, skilaði sératkvæði
í málum Sveinbjarnar og Carls og taldi að staðfesta ætti sýknu-
dómana. Hann lagði áherslu á að ákvæðið í a-lið 233. gr. almennra
hegningarlaga væri mjög opið og því bæri að túlka það varlega og
ákærða í hag, annars væri hætta á því að „varnaðaráhrif refsidóma
í málum sem þessum hefti um of hina almennu umræðu sem 73. gr.
stjórnarskrárinnar er ætlað að vernda, innan þeirra marka sem þar
eru sett.“11 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók undir
rökstuðning Ólafs í bloggpistli og sagði fyrrgreint ákvæði hegning-
arlaga „stórhættulegt“ og auk þess svo opið og óskýrt að það væri í
raun ómögulegt fyrir almenna borgara að átta sig á til hvers væri
ætlast af þeim samkvæmt því. Hann gagnrýndi dómana fyrir að
vera um of byggðir á gildismati dómaranna en það kæmi til af því
hversu opið ákvæðið væri. „Tjáningarfrelsið snýst ekki um hvort
maður sé sammála því sem er sagt, né hvort manni finnist það boð -
legt og geðslegt eða ekki“, segir Helgi og bætir við að sú stað reynd
að Hæstiréttur sé ósammála héraðsdómi í málunum tveimur, og
hafi auk þess staðfest sýknudóm í því þriðja, sýni að raunverulegur
vafi leiki á því hvernig túlka beri ákvæðið — og það sé ótækt þegar
jafnmikilvægt atriði og tjáningarfrelsi eigi í hlut.12
Takmarkanir á tjáningarfrelsi, skv. 233 gr. almennra hegningar-
laga, eru með öðrum orðum háðar túlkun og ákvarðanir um hvort
þær eigi rétt á sér munu því að óbreyttu líklega alltaf verða um -
deildar. Í dómunum tveimur ákvað Hæstiréttur að draga línu á milli
réttmætrar og óréttmætrar tjáningar en einarðir talsmenn óhefts
tjáningarfrelsis halda því fram að lög eigi ekki að bjóða upp á slíkar
túlkanir; frelsi til tjáningar sé grundvallarmannréttindi sem aðeins
álitamál — sagan og samtíminn34
10 Vef. Jóna Aðalheiður Pálmadóttir og Iuliana kalenikova, „Hatursorðræða.
yfirlit yfir gildandi lög og reglur — ábendingar til framtíðar“, Mannréttinda -
skrifstofa Íslands, 2013, http://www.humanrights.is/static/files/Utgafa/haturs
ordraeda-yfirlit-yfir-gildandi-log-og-reglur-abendingar-til-framtidar.pdf, sótt
13. mars 2018.
11 Vef. Hæstiréttur Íslands. Dómar um hatursorðræðu nr. 577/2017 og 415/2017.
12 Vef. Helgi Hrafn Gunnarsson, „Íslenskt tjáningarfrelsi, enn og aftur“, piratar.is
17. desember 2017, https://blog.piratar.is/helgihrafn/2017/12/17/islenskt-
tjaningarfrelsi-enn-og-aftur/, sótt 13. mars 2018.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 34