Saga - 2018, Page 37
megi takmarka í alvarlegum undantekningartilfellum. Á hinum
end anum hljóma raddir sem halda því fram að hatursorðræða ógni
raunverulega öryggi og mannréttindum einstaklinga sem tilheyra
minnihlutahópum og þess vegna þurfi að draga línu, jafnvel þótt
óvissa ríki um það hvar nákvæmlega hún eigi að liggja. Sú óvissa
gæti þó skýrst að einhverju leyti á næstu árum og áratugum ef hefð
myndast í dómaframkvæmd en þar gætu fyrrgreindir hæstaréttar-
dómar orðið fordæmi.
Hinsegin fólk og tjáningarfrelsið
Barátta hinsegin fólks á Íslandi og víðar hefur frá upphafi snúist um
tjáningarfrelsi. Það eru ekki mörg ár síðan fyrstu mótmælaaðgerðir
Samtakanna ’78 fóru fram en þær beindust einmitt gegn ritskoðun;
1. desember 1982 var banni Ríkisútvarpsins á notkun orðanna
hommi og lesbía mótmælt á Austurvelli. Sú barátta snerist ekki bara
um rétt homma og lesbía til að fá yfirleitt að tjá sig í opinberum
miðli heldur einnig þann rétt þeirra að ráða því hvaða orð væru
notuð. Ríkisútvarpið leyfði að auglýsing frá Samtökunum ’78 yrði
lesin en aðeins ef homma og lesbíu væri skipt út fyrir kynvilling. Orðin
kynvilla og kynvillingur höfðu öðlast ákveðinn sess í tungumálinu en
báru neikvæðan blæ, enda oftast notuð á fordæmandi hátt, og af
þeim sökum kröfðust Samtökin ’78 þess að fá að nota önnur orð sem
þau höfðu sjálf valið. Hommi og lesbía brutu hins vegar í bága við
siðferðiskennd hins gagnkynhneigða meirihluta; þau þóttu dónaleg
og því ekki hæf til notkunar í opinberum ríkisreknum miðli.
Böðvar Björnsson fjallaði um „útvarpsmálið“, sem þá var enn
óleyst, í grein í Morgunblaðinu árið 1985 og benti á að það snerist
ekki bara um orð heldur um „viðhorf til þjóðfélagshóps og stöðu
hans í samfélaginu, fjandsamleg viðhorf sem reynt er að halda í með
tungumálinu.“13 Útvarpsmálið snerist með öðrum orðum um sjálfs-
ákvörðunar- og tilverurétt minnihlutahóps innan tungumálsins,
sem á að vera sameign allra þegna en er gjarnan stýrt af meirihlut-
anum; um tjáningarfrelsi sem Samtökin ’78 töldu — og telja enn —
lífsnauðsynlegt.14 Þessi barátta er síður en svo liðin tíð, þótt lagaleg
álitamál — sagan og samtíminn 35
13 Böðvar Björnsson, „Saga orðanna“, Morgunblaðið 7. maí 1985, bls. 50.
14 Sjá einnig Þóra kristín Ásgeirsdóttir, „Þrjátíu ára stríðið“. 30: Afmælisrit Sam -
takanna ’78. Ritstj. Þóra kristín Ásgeirsdóttir (Reykjavík: Samtökin ’78 2008),
bls. 22–44, einkum bls. 28.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 35