Saga - 2018, Page 39
segja að felist viðurkenning á því að línan milli tján ingar frelsis og
takmarkana á því — milli mannréttinda minna og mannréttinda
þinna — sé og verði aldrei skýr. Hún sé fyrst og fremst hluti af sam-
félagssáttmálanum; því að fólk komi sér saman um í hvers konar
samfélagi það vilji búa hverju sinni.
Að lokum
Það er kaldhæðnislegt, eða ef til vill mjög viðeigandi, að ummælin
sem dómarnir í desember 2017 snerust um voru látin falla í umræðu
um fræðslu — tjáningu um hinsegin málefni sem var ekki aðeins leyfð
heldur skyldi fara fram á vegum hins opinbera. Frelsi hinsegin fólks
til tjáningar hefur aukist mjög síðan snemma á níunda áratug tuttug -
ustu aldar og í vissum skilningi hefur orðið viðsnúningur frá þeim
tíma er opinber stofnun ritskoðaði orðræðu samkynhneigðra. Nú er
svo komið að sum bæjarfélög og íslenska ríkið beita sér fyrir því að
orðræða hinsegin fólks fái fastan sess innan skólakerfisins og aukið
vægi innan samfélagsins. Samtökin ’78 hafa gert fræðslusamninga
við Hafnarfjarðarbæ og Reykjavíkurborg og á meðan þessi orð voru
rituð, um miðjan mars 2018, var undirritaður þjónustusamningur
við velferðarráðuneytið en í honum „felst sértæk ráðgjöf og fræðsla
um málefni hinsegin fólks, jafnt fyrir hlutaðeigandi einstaklinga,
aðstandendur þeirra og fyrir fagfólk sem nýst getur slík fræðsla í
störfum sínum. … Markmiðið er að skapa hinseginvænt samfélag
og auka sýnileika hinsegin fólks.“17
Óánægju með hinsegin fólk, tilveru þess og tjáningu, gætir þó
enn í samfélaginu eins og hin dæmdu ummæli bera með sér. Þess
vegna má halda því fram að hluti af hinu göfuga markmiði að skapa
hinseginvænt samfélag sé að takmarka hatursorðræðu en það getur
þó aldrei verið eina lausnin eins og kemur fram í fyrrnefndri skýrslu
Mannréttindaskrifstofu. Þar segir að lagalegar takmarkanir á tján-
ingarfrelsi geti verið nauðsynlegar en þær dugi þó ekki til að breyta
álitamál — sagan og samtíminn 37
— Mörk tjáningarfrelsis og hatursorðræðu“, Fræði og fjölmenning 2016:
Uppbygging og þróun íslensks fjölmenningarsamfélags, ráðstefna haldin í
Háskóla Íslands, 6. febrúar 2016, https://www.youtube.com/watch?v=1jgHz
GN0sEQ, sótt 13. mars 2018.
17 Vef. Velferðarráðuneytið, „Framlög til Samtakanna ’78 tvöfölduð“, 13. mars
2018, https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2018/03/
13/Framlog-til-Samtakanna-78-tvofoldud/, sótt 13. mars 2018.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 37