Saga - 2018, Page 42
hún starfar fyrir, vegna þess að hún trúi því að almannahagsmunir
vegi þyngra en hagsmunir stofnunarinnar í því tilviki.2
Fræðimenn hafa þó bætt við skilgreininguna að uppljóstrarinn
skuli, ef kostur er, reyna að leiðrétta vandann eftir hefðbundnum
leiðum innan stofnunarinnar áður en hann snúi sér til yfirvalda eða
fjölmiðla.3 Það þarf að meta í hverju máli fyrir sig og hlýtur á end-
anum að velta á mati uppljóstrarans á aðstæðum. Ef yfirmenn hans
eru viðriðnir atvikið eða samþykkir því sem um ræðir er sú leið
varla fær. Uppljóstrari er því einhver sem tekur siðferðilega afstöðu
og ákvörðun um að upplýsa almenning eða stjórnvöld um eitthvað,
sem annars færi leynt, og leggur oftast persónulega mikið að veði.
Chelsea Manning og Edward Snowden eru dæmi um uppljóstrara
samkvæmt skilgreiningu Naders og ljóst er að þau lögðu bæði
mikið undir. Manning var dæmd í fangelsi eftir að upp um hana
komst og sömu örlög hefðu vafalítið beðið Edwards Snowden hefði
hann ekki flúið land. Í þessum skilningi eru Manning og Snowden
dæmigerðir uppljóstrarar, innherjar sem leita út fyrir stofnunina
vegna sannfæringar sinnar um að þau búi yfir upplýsingum sem
varða almannahag.
Það er auðvelt að færa rök fyrir því að Panamaskjölin, sem bæði
sviptu hulunni af skattasniðgöngu og leiddu til endurálagningar
opinberra gjalda, varði almannahag.4 Eins og hér verður rætt er það
ekki eins augljóst með lekana sem vörðuðu AkP og Demókrata -
flokkinn. Hvað sem því líður er í öllum tilfellunum um að ræða
aðila sem gátu verið staðsettir hvar sem er í heiminum og haft margs -
konar ástæður fyrir því að ráðast á póstþjóna þessara stofnana, svo
sem í von um fjárhagslegan ávinning eða vegna gruns um að stofn-
unin hafi eitthvað ósiðlegt eða ólöglegt að fela. Þó að sá sem braust
inn á úrelta netþjóna Mossack-Fonseca hafi ekki verið innherji (svo
vitað sé), og því hæpið að tala beinlínis um uppljóstrara, virðist
álitamál — sagan og samtíminn40
2 Ralph Nader, Peter J. Petkas, og kate Blackwell, Whistle Blowing. The Report of
the Conference on Professional Responsibility (New york: Grossman Publishers
1972).
3 Martinella McDonald Dryburgh, „Personal and policy implications of whistle-
blowing“, Public Integrity 11:2 (2009), bls. 155–170.
4 Vef. Gunnar Atli Gunnarsson, „Skattagögn skilað 143 milljónum í endurálagn-
ingu“. visir.is 26. febrúar 2017, http://www.visir.is/g/2017170228983, sótt 14.
apríl 2018.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 40