Saga - 2018, Síða 43
álitamál — sagan og samtíminn 41
athæfið fullnægja öðrum skilyrðum sem Nader nefnir, sér í lagi ef
viðkomandi hefur ekki sótt upplýsingarnar í ábataskyni fyrir sjálfan
sig heldur eingöngu til að svipta hulunni af skattasniðgöngu iðn -
aðinum. Allavega er ljóst að við myndum ekki kalla hakkarann, sem
bauð íslenskum yfirvöldum upplýsingar um skattaskjólseignir
ýmissa Íslendinga til kaups, uppljóstrara, hvort sem okkur kann að
hafa þótt rétt að kaupa af honum þessar upplýsingar eða ekki, þar
sem hann virtist vera að gera þetta í hagnaðarskyni fremur en af
siðferðilegum ástæðum.5
Á móti má þó spyrja hvort það sé ef til vill úrelt skilgreining að
eingöngu innherjar geti talist uppljóstrarar í ljósi þess hvernig tækn -
in hefur breyst. Sú spurning er þó byggð á ákveðnum misskilningi.
Þeir utanaðkomandi aðilar sem vildu komast yfir trúnaðarupplýs -
ingar úr fyrirtækjum og stofnunum fyrir tíma aðgengis að gagna-
söfnum á netinu hefðu þurft að brjótast inn í skjóli nætur og hafa
skjölin á brott með sér. Í grunninn er ekki annar munur á þessu
tvennu en innbrotsaðferðin. Það er því ekki sjálfsagt að ríki eða
stofn anir kaupi slík gögn eins og Bjarni Benediktsson, þáverandi
fjármálaráðherra, benti á þegar málið kom upp og velti í kjölfarið
fyrir sér hvort bjóða ætti hakkaranum upp á hlutdeild í því sem inn-
heimtist: „Og þá væru það þeir sem hafa verið að reyna að skjóta sér
undan skattareglum sem í raun og veru væru að greiða“.6
Ekki nýtt að þrætt sé um uppljóstranir
Rökræða um siðferðileg álitamál í sambandi við upplýsingaleka á
Íslandi er engin nýlunda. Margir muna eflaust eftir því þegar „litli
Landssímamaðurinn“ veitti DV upplýsingar, árið 2001, úr bókhaldi
Landssímans um háar greiðslur til fyrirtækisins Góðráð ehf, einka-
hlutafélags stjórnarformannsins Friðriks Pálssonar.7 Skiptar skoð -
anir voru um þessa uppljóstrun og sagði Davíð Oddsson, þáverandi
5 Vef. Þórður Snær Júlíusson, „kaupið gögnin strax!“, Kjarninn 9. febrúar 2015,
https://kjarninn.is/skodun/kaupid-gognin-strax/, sótt 14. apríl 2018.
6 Vef. Freyr Gígja Gunnarsson, „Verður að kaupa gögnin með löglegum hætti“,
RÚV 2. október 2014, http://www.ruv.is/frett/verdur-ad-kaupa-gognin-med-
loglegum-haetti, sótt 14. apríl 2018.
7 Vef. „Heimildamenn þurfa á aukinni vernd að halda“, mbl.is 1. mars 2002,
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/654823/, sótt 14. apríl 2018.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 41