Saga - 2018, Qupperneq 45
verðugleika heimildarmanna sinna. Því miður hafa þeir stundum
fallið á því prófi.
Ömurlegasta dæmið um það hér á landi er lekamálið svonefnda.
Þann 18. nóvember 2013 birti DV viðtal við Evelyn Glory Joseph um
að vísa ætti hælisleitandanum Tony Omos úr landi þrátt fyrir þá
staðreynd að hún ætti von á barni með honum. Daginn eftir gerðist
tvennt. Hópur fólks boðaði til mótmæla við innanríkisráðuneytið og
þar innandyra var tekið saman minnisblað um mál hans sem Gísli
Freyr Valdórsson, pólitískur aðstoðarmaður Hönnu Birnu kristjáns -
dóttur innanríkisráðherra, sendi svo síðar um daginn með eigin
textabreytingum til tveggja fjölmiðla, Fréttablaðsins og Morgun blaðs -
ins.12 Fréttablaðið reið á vaðið og sló málinu upp á forsíðu sinni og
netmiðli morguninn eftir.13 Í fréttinni var staðhæft að lögreglan
leitaði Omos, sem væri grunaður um aðild að mansali, og að grunur
léki á að Evelyn hefði verið beitt þrýstingi til að segja hann föður
barnsins.14 Morgunblaðið birti einnig grein, unna upp úr minnisblað -
inu, síðar sama dag.15 Ríkisútvarpið endursagði svo frétt Fréttablaðs -
ins á vef sínum stuttu eftir að blaðið kom út um morguninn.16 DV
var í raun eini fjölmiðillinn sem virtist standa á prinsippum sínum
í þessu máli frá byrjun. Þann 2. maí 2014 birti loks Hæstiréttur úr -
skurð um málið á vef sínum og staðfesti að lekinn hefði verið áróð -
ursbragð af hálfu pólitísks aðstoðarmanns ráðherra. Þar kemur fram
„að lögreglan telji einsýnt að skjalið hafi borist úr ráðuneytinu og að
því hafi verið lekið til að sverta mannorð hælisleitandans.“ 17
Þá vaknar spurningin um það hvers vegna ekki hafi átt að fara
með upplýsingarnar í þessu máli eins og hverja aðra uppljóstrun,
þ.e.a.s. ef notast er við ofangreinda skilgreiningu á uppljóstrara sem
álitamál — sagan og samtíminn 43
12 Vef. Aðalsteinn kjartansson, „Svona var atburðarásin í lekamálinu“, visir.is 12.
nóvember 2014, http://www.visir.is/g/2014141119657, sótt 14. apríl 2018.
13 EBG, „Grunaður um aðild að mansali“, Fréttablaðið 20. nóvember 2013, bls. 1;
Vef. Erla Björg Gunnarsdóttir, „konan sögð beitt þrýstingi að segja hælisleit-
andann vera föðurinn“, visir.is 20. nóvember 2013, http://www.visir.is/g/
2013131118855, sótt 14. apríl 2018.
14 EBG, „Grunaður um aðild að mansali“, bls. 1.
15 Vef. „Talinn tengjast mansali“, mbl.is 20. nóvember 2013, https://www.mbl.is/
frettir/innlent/2013/11/20/talinn_tengjast_mansali/, sótt 14. apríl 2018.
16 Vef. „Flóttamaður grunaður um aðild að mansali“, RÚV 20. nóvember 2013,
http://www.ruv.is/frett/flottamadur-grunadur-um-adild-ad-mansali, sótt 14.
apríl 2018.
17 Vef. Aðalsteinn kjartansson, „Svona var atburðarásin í lekamálinu“.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 43