Saga - 2018, Page 46
manneskju er „blæs í flautuna“ og greinir frá athæfi innan fyrirtækis
eða stofnunar, sem hún starfar fyrir, á grundvelli mats um að al -
mannahagsmunir af því að ljóstrað sé upp um athæfið vegi þyngra
en hagsmunir fyrirtækisins eða stofnunarinnar. Gísli var ekki að
ljóstra upp um misbeitingu valds, lögbrot, misferli eða annað ósið -
legt athæfi innan ráðuneytisins, heldur var hann að misnota vald
sitt og aðstöðu til að opinbera persónuupplýsingar valdalítils fólks
sem eiga að fara leynt samkvæmt lögum. Það blasir við að Gísli hef-
ur hér fyrst og fremst verið að hugsa um að verja ráðuneytið og til
þess var hann reiðubúinn að brjóta gegn lögum og góðu siðferði
þótt hann ætti að vita að gerðir hans stæðust ekki skoðun.
Þar sem Fréttablaðið og Morgunblaðið höfðu upplýsingar um
hvað an lekinn kom og hver lak upplýsingunum mátti þeim vera
þetta ljóst. Það aftraði þó ekki Fréttablaðinu frá því að slá minnis -
blaðinu upp sem frétt á forsíðunni án nokkurra fyrirvara um sann-
leiksgildi þess eða tilgang lekans. Hvorugur miðillinn tók siðferði -
lega afstöðu til málsins né skeytti um rétt eða friðhelgi einkalífs
þeirra sem um ræðir, hvort sem það var vegna þess að fólkið lá vel
við höggi sem hælisleitendur eða af öðrum ástæðum, heldur birtu
þau minnisblaðið eins og aðstoðarmaðurinn hafði ætlast til. Þannig
brugðust þeir hlutverki sínu sem fjórða valdið, sem á að veita stjórn-
völdum aðhald og upplýsa um misbeitingu valds og bresti í stjórn-
kerfinu. Og með því að halda verndarhendi yfir þeim sem lak
minnisblaðinu þjónuðu þau valdhöfum fremur en að veita þeim
aðhald.
Gagnalekar og uppljóstrarar
Atburðirnir 20. nóvember 2013 drógu fram gagnrýnisleysi blaða -
manna og ritstjórna í málinu, hjarðeðli fjölmiðlunar samtímans og
skort á siðferðilegu innsæi. Þetta skýrist líklega af mörgum sam-
verkandi þáttum. Í viðauka við skýrslu Rannsóknarnefndar Alþing -
is frá 2010, um siðferðileg álitamál tengd falli bankanna í fjármála-
hruninu haustið 2008, er fjallað um mikilvægi þess að styrkja bæði
fagleg og fjárhagsleg skilyrði fjölmiðlunar.18
álitamál — sagan og samtíminn44
18 Vilhjálmur Árnason, Salvör Nordal og kristín Ástgeirsdóttir, Aðdragandi og
orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir. 8. bindi. Ritstj. Páll Hreins -
son, Sigríður Benediktsdóttir og Tryggvi Gunnarsson (Reykjavík: Rannsóknar -
nefnd Alþingis 2010), bls. 211.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 44