Saga - 2018, Síða 47
Staðan nú, átta árum síðar, er sú að enn frekar hefur þrengt að
hefðbundnum fjölmiðlum í stafrænu miðlunarumhverfi samtímans.
Í nýlegri skýrslu nefndar um úrbætur í rekstrarumhverfi einkarek-
inna fjölmiðla kemur fram að helsti vandi fjölmiðla á Íslandi sé
viðvarandi hallarekstur og að hefðbundnum fjölmiðlum hafi ekki
tekist að þróa ný tekjumódel til þess að mæta áskorunum nýrrar
tækni og breyttu neyslumynstri sem henni fylgi.19 Þar segir: „Sam -
félagsmiðlar hafa að auki orðið til þess að auka hraðann í miðlun og
breyta skráðum og óskráðum reglum ritstjórna um birtingu efnis,
hvernig það er matreitt, hvort og hvenær.“20
Annar vandi er að í dag geta fleiri en hefðbundnir fjölmiðlar
auðveldlega birt upplýsingar, óháð uppruna þeirra, á netinu og það
án þess að þurfa að velta fyrir sér íþyngjandi kröfum eins og siða -
reglum blaðamanna eða fagmennsku í starfi. Nýleg deila Wikileaks
og Edwards Snowden varpar ljósi á þennan vanda. Wikileaks hefur
alla tíð státað af því að birta gríðarlegt magn skjala frá heimildar-
mönnum sem hafa aldrei verið nafngreindir. Wikileaks hefur verið
gagnrýnt fyrir að rýna ekki þessi gögn heldur birta þau hrá og
óunn in. Þegar Wikileaks birti gagnasafnið frá landsnefnd Demó -
krata flokksins, árið 2016, reyndist það innihalda gífurlegt magn
tölvupósts með alls kyns samskiptum og var sumt af því persónuleg
trúnaðarmál, greiðslukortaupplýsingar og fleira af því tagi.21 Spyrja
má hvers vegna gögnin voru ekki rýnd. Hvers vegna lá svona mikið
á? Átti að tryggja að upplýsingarnar hefðu áhrif á gang kosninga-
baráttunnar sem þá stóð yfir? Hér vakna líka spurningar um ætlun
hakkaranna, eða öllu heldur þeirra sem fengu þá til verksins en þar
beinast flest spjót að stjórnvöldum í kreml.22
álitamál — sagan og samtíminn 45
19 Vef. Björgvin Guðmundsson, Elfa Ýr Gylfadóttir, Soffía Haraldsdóttir, Svan -
björn Thoroddsen og Hlynur Ingason, „Rekstrarumhverfi fjölmiðla. Tillögur
nefndar um bætt rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla“. Mennta- og menn-
ingarmálaráðuneytið, janúar 2018, bls. 15, https://www.stjornarradid.is/gogn
/rit-og-skyrslur/stakt-rit/2018/01/25/Rekstrarumhverfi-fjolmidla-Tillogur-
nefndar-um-baett-rekstrarumhverfi-einkarekinna-fjolmidla/, sótt 14. apríl 2018.
20 Sama heimild, bls. 14.
21 Vef. Dan Seitz, „Snowden And WikiLeaks Go To War Over The Ethics Of The
DNC Email Hack“, Uproxx 29. júlí 2016, https://uproxx.com/news/snowden-
wikileaks-the-ethics-of-leaking/, sótt 14. apríl 2018.
22 Vef. Adam Entous, Ellen Nakashima, og Greg Miller, „Secret CIA Assessment
Says Russia Was Trying to Help Trump Win White House“, Washington Post 9.
desember 2016, https://www.washingtonpost.com/world/national-security/
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 45