Saga - 2018, Page 48
Ljóst er að megnið af þessum tölvupósti skipti engu máli í sam-
bandi við það sem átti að sýna fram á, þ.e.a.s. að stjórn Demó krata -
flokksins hefði unnið markvisst gegn framboði Bernie Sanders í for-
valinu gegn Hillary Clinton.23 Þegar Snowden lét í ljós þá skoðun á
Twitter að hann teldi þetta sýna að stefna Wikileaks að eiga ekki við
gagnasöfnin væri vanhugsuð, svaraði Wikileaks með því að meint
tækifærismennska af þessu tagi myndi ekki færa Snow den náðun
frá Clinton yrði hún kjörin forseti.24 Svipað var upp á teningnum
varðandi AkP-lekann árið 2016, þar sem Wiki leaks birti hundruð
þúsunda tölvupósta frá AkP, flokki Erdogans Tyrklandsforseta.
Tyrknesk fræðikona, Zeynep Tufekci, benti á að gagnasafnið inni-
héldi meðal annars óviðeigandi persónuupplýsingar um nærri 80%
kvenkyns kjósenda í Tyrklandi og lenti í orðaskaki við Wikileaks í
kjölfarið. Þetta endaði þó með því að Wikileaks fjarlægði AkP-gögn-
in af síðu sinni.25
Gagnrýni Snowdens er hinsvegar síður en svo tækifærismennska.
Snowden stóð með allt öðrum hætti að uppljóstrun sinni. Hann íhug -
aði að birta gögnin hjá Wikileaks en ákvað síðan að gera það ekki
enda vildi hann ekki eiga á hættu að fá á sig samskonar gagnrýni og
Manning um að í gögnunum væri að finna upplýsingar sem stefndu
lífi fólks í hættu. Þess vegna lagði hann mikið á sig við að fá Glenn
Greenwald og dagblaðið The Guardian í lið með sér svo að standa
mætti vel að birtingu upplýsinga úr gagnasafninu.26
álitamál — sagan og samtíminn46
obama-orders-review-of-russian-hacking-during-presidential-campaign/
2016/12/09/31d6b300-be2a-11e6-94ac-3d324840106c_story.html, sótt 14. apríl
2018.
23 Vef. Dan Seitz, „Snowden And WikiLeaks Go To War Over The Ethics Of The
DNC Email Hack“.
24 Sama heimild.
25 Vef. Zeynep Tufekci, „WikiLeaks Put Women in Turkey in Danger for no
Reason (UPDATE)“, Huffington Post 25. júlí 2016, https://www.huffington-
post.com/zeynep-tufekci/wikileaks-erdogan-emails_b_11158792.html, sótt 14.
apríl 2018.
26 Vef. Roy Greenslade, „How Edward Snowden Led Journalist and Film-Maker
to Reveal NSA Secrets“, The Guardian 19. ágúst 2013, http://www.theguar
dian.com/world/2013/aug/19/edward-snowden-nsa-secrets-glenn-green-
wald-laura-poitras, sótt 14. apríl 2018; Vef. Janet Reitman, „Snowden and
Greenwald. The men who leaked the secrets“, Rolling Stone, desember 2013,
https://www.rollingstone.com/politics/news/snowden-and-greenwald-the-
men-who-leaked-the-secrets-20131204, sótt 14. apríl 2018.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 46