Saga - 2018, Page 54
í daglegu tali yfir kynferðislega sjálfsmynd einstaklinga — sem
regnhlífarheiti yfir sjálfsmyndarhugtök á borð við „samkynhneigð -
ur“, „trans“, „tvíkynhneigður“ o.s.frv. — en Halberstam bendir á að
hægt sé að nota hinsegin á víðari máta: „Ef við hugsum um hinsegin
tilveru sem niðurstöðu annarlegra tímabilaskiptinga, frumlegs lífs-
skipulags og sérviskulegrar efnahagslegrar hegðunar aftengjum við
hinsegin tilveru frá kynferðislegri sjálfsmynd“.10 Með notkun hug-
taksins „hinsegin rými“ opnast þannig möguleiki til að leita að hins-
egin tilveru á tíma og stöðum sem ekki þekktu sjálfsmyndar hug -
takið samkynhneigð/Homosexualität — eins og til dæmis Reykjavík
á nítjándu öld.11 Íbúar hennar, sem lifðu í annarlegu rými og
sveigðu reglur samfélagsins á þann hátt sem Halberstam telur upp,
geta þannig orðið viðfang hinsegin fræða þótt þeir hafi ekki haft
hinsegin kynferðislega sjálfsmynd eins og við skiljum hana í dag.
Í þessari grein mun ég beita fyrrnefndum kenningum til að
greina það andlega og líkamlega rými sem birtist í dagbók og bréf-
um Ólafs Davíðssonar fræðimanns (1862–1903). Bréfin eru frá fyrsta
ári Ólafs í kaupmannahöfn en dagbókin frá seinasta ári hans í
Lærða skólanum, 1881–1882, þegar Ólafur átti í ástarsambandi við
skólabróður sinn, Geir Sæmundsson (1867–1927). Ég mun halda því
fram að samband þeirra hafi ekki eingöngu skipt máli fyrir persónu-
sögu þeirra tveggja, Ólafs og Geirs, heldur í víðara samhengi þess
rýmis sem þeir hrærðust í og deildu, þ.e.a.s. Lærða skólans og
hinnar vaxandi Reykjavíkur seint á nítjándu öld. Þessi rými, sem
segja má að hafi hefðbundna ímynd hámenningar og íhaldssemi í
íslenskri umræðu, verða þannig undantekningarrými sem einkenn-
ast af óhefðbundnum kynferðislegum löngunum og þrám.
Staðbrigði
Samkvæmt kenningum Foucaults ber að skoða rými ekki einfaldlega
sem stað heldur sem „tengsl á milli ólíkra staðsetninga“.12 Rýmið er
því bæði hlutbundið og óhlutblundið og tekur til hugmyndafræði,
þorsteinn vilhjálmsson52
Subcultural Lives (New york: New york University Press 2005), bls. 1. Þýðing er
mín.
10 Sama heimild, bls. 1.
11 Um tilkomu hugtaksins homosexual á Íslandi sjá Þorvaldur kristinsson,
„Glæpurinn gegn náttúrlegu eðli“, bls. 117, 132–138.
12 Michel Foucault, „Um önnur rými“, bls. 134.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 52