Saga - 2018, Page 55
bygginga, landsvæðis, fjarlægða, fólks og innbyrðis afstöðu alls
framan greinds.
Rými hefur einnig áhrif á hegðun og hugsun fólks sem í því
hrærist. Það geymir takmarkanir og væntingar um athæfið, sem fer
fram innan þess, án þess að um það þurfi að gilda nokkur viðurlög.
Án þess að til staðar sé lögregla til að framfylgja reglunni dettur ein-
hvern veginn engum í hug að hrækja á kaffihúsagólf eða jóðla í
jarðarför. Rými á borð við kaffihúsið og kapelluna byrgja þannig
inni ósagða en svo gott sem óbrjótanlega staðla um hegðun þeirra
sem nota rýmið. Allajafnan styrkja þessir staðlar röð og reglu hins
borgaralega, kapítalíska samfélags og draga úr möguleikum á frá-
vikshegðun borgaranna. Flest rými, segja Foucault og póststrúktúra-
listarnir, ýta á einn hátt eða annan undir friðsamlega hlýðni, vinnu-
semi, framleiðni, stéttaskiptingu og endurnýjun þeirra sem nota
þau.13
Í fyrrnefndum fyrirlestri sínum benti Foucault hins vegar á að til
eru „önnur rými“ þar sem hinar almennu reglur víkja og sérreglur
taka við. Þau kallar Foucault „heterótópíur“ (fr. hétérotopies), úr
grísku orðunum heteros, „annar“, „öðruvísi“ og topos, „staður“. Bók -
mennta fræðingurinn Benedikt Hjartarson stingur upp á að þetta
megi þýða með því ágæta nýyrði „staðbrigði“.14 Samkvæmt Fou -
cault eru staðbrigði
raunverulegir staðir, áþreifanlegir staðir, staðir sem eru greyptir í sjálfa
þjóðfélagsstofnunina og mynda einskonar gagnstaðsetningar, afbrigði
útópíu sem orðin er að áþreifanlegum veruleika og táknar, vefengir eða
umbyltir hinum raunverulegu staðsetningum, öllum öðrum raunveru-
legum staðsetningum sem finna má innan menningarinnar. Slíkir staðir
eru utan allra staða, jafnvel þótt í raun og veru sé hægt að binda þá við
ákveðinn stað.15
Staðbrigði skiptast í tvo hópa samkvæmt Foucault: kreppustað -
brigði (fr. hétérotopies de crise) og fráviksstaðbrigði (fr. hétérotopies de
déviation). Síðarnefndi hópurinn varðar þá staði sem Foucault er
hvað helst þekktur fyrir að rannsaka, svo sem geðveikrahælið og
fangelsið, þar sem auðvelt er að sjá hvernig almennar reglur sam-
félagsins víkja fyrir sérsniðnum reglum sem eru eingöngu í gildi
„að hafa svo mikið upp úr lífinu …“ 53
13 Jon Murdoch, Post-Structuralist Geography, bls. 16–25.
14 Michel Foucault, „Um önnur rými“, bls. 136, nmgr. 3.
15 Sama heimild, bls. 135–136.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 53