Saga - 2018, Qupperneq 56
innan viðkomandi rýmis. Hér mun ég hins vegar fjalla um fyrri
hópinn, kreppustaðbrigðin, sem eru „útvaldir staðir, annaðhvort
heilagir staðir eða bannsvæði, einvörðungu ætlaðir þeim einstak-
lingum sem eiga í einhvers konar kreppu gagnvart samfélaginu og
þeim þjóðfélagshópi sem þeir tilheyra.“ Dæmi um þá sem dvelja
innan þessara staðbrigða eru „[u]nglingar, konur á blæðingum,
sængurkonur, gamalmenni o.s.frv.“
Samkvæmt Foucault eru þessi kreppustaðbrigði „á stöðugu
undan haldi í þjóðfélagi okkar, þótt enn megi finna nokkrar menjar
þeirra. Heimavistarskólinn á nítjándu öld og herþjónusta ungra
manna gegndu t.a.m. ótvírætt slíku hlutverki, þar sem hin karllega
kynhvöt varð að fá útrás í fyrsta sinn „annars staðar“ en innan
fjölskyldunnar með greinilegum hætti.“16 Eins og Foucault bendir á
var það óvenjulegt frávik frá almennum rýmisreglum samfélags -
ins þegar ungum karlmönnum, sem samfélagið ætlaði almennt að
nema iðn feðra sinna, giftast innan sinnar stéttar og gerast heimilis -
feður, var í staðinn safnað tímabundið saman á einn ákveðinn stað
þar sem þeim var gert að búa í mikilli nánd hver með öðrum og
ókvæntir.
Á meðan áttu þeir að sökkva sér í fræði sem á nítjándu öld mið -
uðu hvað helst að þekkingu á allt öðrum tíma og veröld, þ.e. hinni
grísk-rómversku fornöld, en áhersla heimavistarskólanna á latínu-
og grískumenntun var yfirþyrmandi og jafnan réttlætt með því að
þar og hvergi annarstaðar mætti finna hæstu hæðir mannsand ans.17
Þannig voru skólapiltarnir „slitnir úr öllum tengslum við hefð bund -
inn tíma sinn“, sem Foucault nefnir sem eitt af einkennum stað -
brigðanna, og sömuleiðis má sjá tímarof í því skammvinna ástandi
sem menntunin var: Skólavistin gat aðeins varað í nokkur ár en síðan
breyttist allur lífsmáti piltanna varanlega.18 Þótt þetta ástand teldist
óvenjulegt var viðlíka skólafyrirkomulag venjan fyrir yfirstéttar-
drengi í Evrópu og Ameríku á nítjándu öld og talið æski legt að emb-
ættismenn og fræðimenn kæmu úr slíku menntaumhverfi.19
þorsteinn vilhjálmsson54
16 Sama heimild, bls. 137.
17 Í Lærða skólanum á tímum Ólafs var einum þriðja hluta allra kennslustunda
(63–67 af um 170) varið í fornmálanám, sbr. kristinn Ármannsson o.fl., Saga
Reykjavíkurskóla. Historia Scholae Reykjavicensis. I. Nám og nemendur (Reykjavík:
Sögusjóður Menntaskólans í Reykjavík 1975), bls. 152.
18 Michel Foucault, „Um önnur rými“, bls. 139.
19 Christopher Stray, „Education“, A Companion to the Classical Tradition. Ritstj.
Craig W. kallendorf (Malden, Massachusetts: Blackwell 2007), bls. 5–14.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 54