Saga - 2018, Page 57
Í þessu annarlega rými varð því kynhvöt framtíðarelítunnar að
finna sér aðrar leiðir til útrásar en hefðbundið var og gátu þær verið
undir áhrifum frá allt öðrum tíma en þeirra eigin. Þetta staðbrigða -
ástand innan dæmigerðs heimavistarskóla fyrir drengi á nítjándu
öld hefur verið rannsakað erlendis, en enn skortir rannsóknir á
hliðstæðu ástandi á Íslandi. Þó er til einkar hentug íslensk heimild
sem byggja mætti slíka rannsókn á, þ.e. fyrrnefnd dagbók Ólafs
Davíðssonar frá árum hans sem nemanda í heimavistarskólanum
Lærða skólanum í Reykjavík.
Allt látið fjúka
Ólafur fæddist árið 1862 á Felli í Sléttuhlíð í Skagafirði. Foreldrar
hans voru Sigríður Ólafsdóttir Briem og séra Davíð Guðmundsson,
sem síðar sat að Hofi í Hörgárdal og þjónaði Möðruvalla klausturs -
kirkju. Ólafur ólst því upp að Hofi og er jafnan kenndur við þann
stað. Hann ferðaðist til Reykjavíkur til að ganga í Lærða skólann
árið 1877. Hann bjó lengst af í gamla kvennaskólanum (Sjálfstæðis -
húsinu) við Austurvöll þar sem hann leigði herbergi af Páli Melsteð,
sögukennara við skólann.20 Ólafur hóf dagbókarskrif árið 1881 og
útskrifaðist árið eftir. Þá sigldi hann til kaupmannahafnar þar sem
hann hóf náttúrufræðinám, sem hann lauk aldrei. Dagbókarskrifin
fjara út á fyrstu árunum úti og bréf hans heim vitna um erfiða dvöl.
Eftir 15 ár í kaupmannahöfn sneri hann próflaus heim til Íslands
árið 1897 og flutti aftur í föðurhús á Hofi. Hann tók upp íhlaupa-
kennslu í Möðruvallaskóla og vann að fræðistörfum sínum, bæði á
sviði þjóðsagnasöfnunar og náttúrufræði. Var hann stórmerkur fræði -
maður á báðum sviðum. Hann drukknaði í Hörgá árið 1903, aðeins
41 árs.21 Athygli vekur að í eftirmælum um hann er tekið fram að
hann hafi þótt „einrænn“ og „sérkennilegur“ og jafnvel að hann hafi
aldrei verið við kvenmann kenndur „á nokkurn hátt“.22
„að hafa svo mikið upp úr lífinu …“ 55
20 Ólafur Davíðsson, Ég læt allt fjúka: Sendibréf og dagbókarbrot frá skólaárunum.
Ritstj. Finnur Sigmundsson (Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja 1955), bls. 38.
21 Steindór Steindórsson frá Hlöðum, „Ólafur Davíðsson: Æviágrip“, Íslenzkar
þjóðsögur III. Ólafur Davíðsson tók saman (Akureyri: Þorsteinn M. Jónsson
1945), bls. 527–541.
22 Sjá Ingimar Eydal, „Fráfall Ólafs Davíðssonar 6. september 1903“, Dagur 24.
desember 1948, bls. 23, endurprentað í Heimaslóð 14. hefti (2017), bls. 26–32.
Ég þakka Þorvaldi kristinssyni fyrir að benda mér á þetta.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 55