Saga - 2018, Side 58
Bréf Ólafs og dagbækur veita okkur innsýn í líðan hans og
hugsanir en einnig í það andlega og líkamlega rými sem hann
hrærðist í.23 Dagbókarskrif Ólafs hafa vakið athygli áður. Fyrri dag-
bókin var gefin út árið 1955, ásamt bréfum hans til föður síns, í bók
sem kallaðist Ég læt allt fjúka. Titillinn er tilvitnun í Ólaf sjálfan og
vísar til óvenjulegrar hreinskilni hans um menn og málefni, en
hann virkar þó kaldhæðnislegur í ljósi þess að í hinni útgefnu dag-
bók var margt ritskoðað af ritstjóra, Finni Sigmundssyni landsbóka-
verði. Íslenskufræðingurinn og rithöfundurinn Þorsteinn Antons -
son vakti fyrst athygli á ritskoðuninni seint á níunda áratugnum.
Árið 1988 skrifaði hann grein í Lesbók Morgunblaðsins þar sem hann
vitnaði í þá ritskoðuðu kafla dagbókarinnar sem fjölluðu um sam-
band Ólafs við Geir, en kaus að breyta nafni hins síðarnefnda.24 Ári
seinna gaf hann út bókina Örlagasögu sem fjallar um Ólaf Davíðs -
son og vin hans og bekkjarfélaga, Gísla Guðmundsson. Þar kemur
nafn Geirs fram þótt umfjöllunin um samband þeirra Ólafs sé stutt-
araleg.25 Í bók sinni, Vaxandi vængir frá 1990, birti Þorsteinn að fullu
þá ritskoðuðu kafla sem lutu að sambandi Ólafs og Geirs.26
Þótt Þorsteinn hafi kynnt tímamótagögn íslenskrar hinsegin
sögu með þessum skrifum vöktu þau furðulega litla athygli á sínum
tíma. Bókmennta- og kynjafræðingurinn Þorvaldur kristinsson og
sagnfræðingarnir Sigurður Gylfi Magnússon og Sigrún Alba Sig -
þorsteinn vilhjálmsson56
23 Til eru tvær dagbækur með hendi Ólafs en aðeins er fjallað um aðra þeirra hér.
Hún geymir færslur frá apríl 1881 til desember 1882, með hléum, en langmest
var skrifað í apríl og maí 1882. Hún er geymd á handritasafni Landsbóka -
safnsins, Lbs. (Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, handritasafn) Lbs.
2686 8vo. Ólafur Davíðsson, Dagbók 1881–1882. Hin er frá fyrstu árum Ólafs í
kaupmanna höfn, 1883 og 1884, en er mjög slitrótt og hefur aðeins þrjár ítar-
legar færslur. Hún er geymd aftast í bók þar sem Ólafur tók saman það sem
hann taldi það besta af skáldskap sínum og ritgerðum. Bókin er geymd á
konungsbókhlöðunni í kaupmannahöfn, Kgl.Bibl. Kbh. (konungsbókhlaða í
kaupmannahöfn, handritasafn), Tilg. 81. Ólafur Davíðsson, Dagbog og forskel-
lige ungdomsskrifter, 1881–1884. Bókin hefur verið ljósmynduð og afrit afhent
handritasafni Landsbókasafns: Lbs. 2017/36.
24 Þorsteinn Antonsson, „Úr glatkistunni. Sveinaást“, Lesbók Morgunblaðsins 22.
október 1988, bls. 4–5.
25 Þorsteinn Antonsson, Örlagasaga (Reykjavík: Tákn 1989), bls. 133–134.
26 Þorsteinn Antonsson, Vaxandi vængir. Aftur í aldir um ótroðnar slóðir (Reykjavík:
Fróði 1990), bls. 103–109.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 56