Saga - 2018, Qupperneq 59
urðar dóttir hafa fjallað um fyrri dagbók Ólafs,27 en seint verður sagt
að hún hafi verið áberandi í fræðilegri umræðu hérlendis.28
Fríðastir pilta
kynni Ólafs og Geirs stóðu yfir frá síðvetri 1881 til snemmsumars
1882. Geir kemur fyrst við sögu í dagbók Ólafs 1. nóvember 1881,
þegar Ólafur ræðir við skólafélaga sinn um hverjir séu „fríðastir
pilta“ og eiga þeir þá við skólapilta í Lærða skólanum. Geir Sæ -
mundsson er þar fremstur í flokki.29 Geir var prestssonur frá Hraun -
gerði í Árnessýslu, fæddur árið 1867. Hann var tekinn í Lærða skól-
ann árið 1881, þá 14 ára, ásamt bróður sínum Ólafi Sæmundssyni.
Þeir bræður, jafnan kallaðir Hraungerðisbræður hjá Ólafi, leigðu
herbergi hjá Jóni Árnasyni þjóðsagnaritara, í húsi hans þar sem nú
er Laufásvegur 5.30 Þegar Ólafur og félagi hans dást að fegurð Geirs
er hann 15 ára.31
„að hafa svo mikið upp úr lífinu …“ 57
27 Þorvaldur kristinsson, „„Loksins varð ég þó skotinn!“ Um leynda staði í dag-
bók Ólafs Davíðssonar“, Heimaslóð 14. hefti (2017), bls. 39–53; Sigurður Gylfi
Magnússon, Menntun, ást og sorg. Einsögurannsókn á íslensku sveitasamfélagi 19.
og 20. aldar (Reykjavík: Sagnfræðistofnun og Háskólaútgáfan 1997), bls. 252–
255; Sigrún Alba Sigurðardóttir, „Tveir vinir. Tjáning og tilfinningar á nítjándu
öld“, Einsagan — ólíkar leiðir. Átta ritgerðir og eitt myndlistarverk. Ritstj. Erla
Hulda Halldórsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon (Reykjavík: Háskóla útgáf -
an 1998), bls. 145–169.
28 Hér hamlar það fræðimönnum að til að komast í dagbókina óritskoðaða þarf
sem stendur að lesa sjálft handrit Ólafs, en það stendur til bóta. Ég hef, eins og
áður sagði, ritað báðar dagbækur Ólafs upp og er útgáfu þeirra að vænta með
haustinu.
29 Lbs. 2686 8vo, bls. 10. Vísanir í dagbókina eru stafréttar.
30 Sama heimild, bls. 31.
31 Ólafur og félagi hans ræða síðan strax í næstu andrá hverjar séu fríðastar
meyja og virðist það hafa verið sjálfsagt að ræða um fegurð skólapilta hliðstætt
því að ræða fegurð stúlkna. Raunar tíðkaðist meðal skólapilta að skrifa lýs -
ingar hver á öðrum þar sem jafnan er talað um fríðleika (eða ljótleika). Til
dæmis skrifaði Ólafur slíkar lýsingar á bekkjarfélögum sínum og hrósaði oft
fegurð þeirra; hið sama gerði bekkjarfélagi hans Gísli Guðmundsson (lýsing-
arnar eru birtar í Örlagasögu Þorsteins Antonssonar, passim). Margar fleiri
hliðstæðar lýsingar eru varðveittar frá nítjándu öld. Sjá Heimir Þorleifsson,
Saga Reykjavíkurskóla II. Skólalífið í Lærða skólanum (Reykjavík: Bókaútgáfa
Menningarsjóðs 1978), bls. 211–234.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 57