Saga - 2018, Page 61
Ólafs en sá vinskapur varð til út af sameiginlegum ástarhug á Geir
Sæmundssyni. Ólafur áttaði sig fullvel á því hversu óvenjulegur
þessi ástarþríhyrningur var og endar færslu þessa dags á orðunum:
„Það væri annars gaman, að rita sögu um forhold [samband] okkar
Geirs og Gísla.“38 Því miður hefur engin slík saga varðveist umfram
það sem Ólafur skrifaði þremur dögum síðar:
Eptir 8 gekk jeg með Gísla Guðm[undssyni] og Geir og seinast fórum
við inn til Gísla og sátum þar stundarkorn … Það er annars nógu nota-
legt, að sitja svona í hálfrökkri hjá góðum kunningjum og tala út um
alla heima og geima. En það er ekki gaman að sjá annan sitja undir
kærustunni og sjá hana láta dátt að honum með öllu móti, sjá hana
kyssa hann, faðma hann að sjer og mæla til hans blíðum orðum; þetta
varð jeg þó að þola, því Gísli sat undir Geir og Geir ljet dátt að honum
en leit ekki við mjer. Jeg held, að jeg hafi sannlega fundið til afbrýðis-
semi, en hún var fjarskalega væg, eins og eðlilegt er, því þótt Geir sje
kærastan mín þá er hann ekki kærastan mín. Maður hefur víst aldrei
jafnheita ást á pilt og meyju.39
Ekki er oftar minnst á samband Geirs og Gísla, sem kann að hafa
verið skammlíft. Það er þó skýrt að Ólafur var ekki einn um að eiga
„unnustu“ úr hópi skólafélaga sinna. Gísli, Geir og Ólafur földu enn
fremur ekki samband sitt hver fyrir öðrum heldur þvert á móti; þeir
tjáðu ást sína í sameiginlegu rými og virkaði hún sem sameinandi
afl fyrir vinskap Ólafs og Gísla. Þannig er auðséð að rými hefur
gefist í Lærða skólanum fyrir ást milli skólapilta. En hversu vítt eða
þröngt var það rými?
Ólafur talar hér um tvenns konar ástartjáningu milli þeirra Gísla
og Geirs: Í fyrsta lagi það að ganga saman í almannarými og í öðru
lagi kossa og blíðuhót, sem virðast hafa farið fram í einkarými
heima hjá Ólafi í kvennaskólanum eða hjá Gísla sem bjó á Bakara -
stíg.40 Ástartjáning gat því farið fram á opinskárri hátt þegar skóla-
piltarnir gátu lokað að sér. Þar sem ekki er talað meira um samband
Gísla og Geirs er erfitt að segja til um hversu opinbert samband
þeirra tveggja var, en í tilfelli Ólafs og Geirs er það skýrt í dag -
bókinni að samband þeirra var tiltölulega opinbert fyrir a.m.k.
tveim ur skólafélögum þeirra auk Gísla.
„að hafa svo mikið upp úr lífinu …“ 59
38 Lbs. 2686 8vo, bls. 31.
39 Sama heimild, bls. 35–36.
40 Í húsi Eyþórs Felixsonar kaupmanns. Sjá Þorsteinn Antonsson, Örlagasaga, bls.
131.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 59