Saga - 2018, Side 62
Þar er fremstur í flokki bróðir Geirs, Ólafur Sæmundsson. Hinn
2. apríl skrifar Ólafur Davíðsson: „Eptir 8 var jeg hjá Hraungerðis -
bræðrum. Jeg lá upp í rúmi hjá þeim og snjeri mjer að elskunni hon-
um Geir. Mjer þykir svo yndælt að kyssa hann og faðma hann að
mjer.“41 Tveimur dögum síðar skrifar hann:
Eptir 8 var jeg hjá nafna mínum frá Hraungerði [þ.e. Ólafi Sæmunds -
syni]. Við keyptum okkur bjór og kökur. Jeg sat við það hjá honum allt
kvöldið og svaf hjá þeim bræðrum um nóttina. Jeg gat það, því jeg
hafði verið svo forsjáll, að hafa lykil með mjer. Mjer datt það í hug,
þegar jeg var háttaður, að skelfing mætti vera gaman, að sofa ber hjá
berri meyju, kyssa hana og faðma hana að sjer en eiga svo ekki meira
við hana.42
Að sofa hjá
Eins og sjá má af fyrrgreindum dagbókarfærslum fór samband Ólafs
við Geir fram að bróður Geirs ásjáandi, en hann virðist ekki hafa
kippt sér upp við það. Ólafur og Geir hafa sýnt ást sína, að því er
virðist, með faðmlögum, kossum og strokum, jafnvel uppi í rúmi,
en ekki endilega með kynlífi. Þótt Ólafur noti orðalagið „að sofa hjá“
Geir þýðir það ekki annað en „að gista í sama rúmi og“ Geir, sem
virðist hafa deilt rúmi með bróður sínum.43 Raunar ýjar Ólafur að
því hér — og aftur síðar í dagbókinni44 — að hann sé ekki svo
spenntur fyrir kynlífi. Þótt það freisti að „sofa ber hjá berri meyju“
dreymir Ólaf helst um það eitt sem hann fær með Geir, að faðma
hann „að sjer en eiga svo ekki meira við“ hann.
Hér er vert að athuga að í íslensku nítjándu aldar samfélagi var
það ekki endilega talið sérstaklega kynferðislegt að deila rúmi. Það
þorsteinn vilhjálmsson60
41 Lbs. 2686 8vo, bls. 50.
42 Sama heimild, bls. 53.
43 Þessi merking orðalagsins að „sofa hjá“ er skýr í dagbókinni; t.d. segir Ólafur
þann 12. maí að „[s]túlka væri og óspjölluð af því að sofa hjá henni og faðma
hana að sjer, ef samræði væri ekki átt við hana, en samt var það alveg afleitt í
okkar augum, að láta náungan sofa hjá kærustunni sinni.“ Lbs. 2686 8vo, bls.
233.
44 Lbs. 2686 8vo, bls. 300 (7. sept. 1882): „Þá er vjer höfðum snætt tókum vjer að
kjapta út um alla heima og geima: Um kvennafar, fratres [skólabræður] etc.;
kom oss ekki allskostar vel saman, því jeg hjelt því fram, að gaman væri að
sofa hjá kvennmanni, en ríða henni þó ekki. Þeir sögðu, að þetta væri ofætlun
fyrir mannlega stillingu, en jeg andæpti.“
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 60