Saga - 2018, Síða 65
Nokkuð hefur verið skrifað síðustu áratugi um menningu samkynja
ásta, kynlífs og kynferðislegs ofbeldis innan slíkra skóla.53
Áhyggjur af þessari menningu vöknuðu fyrst snemma á nítj -
ándu öld, eins og félagsfræðingurinn Alisdare Hickson bendir á í
bók sinni The Poisoned Bowl: Sex, Repression and the Public School System.
Áhrifamiklir menn, þeirra á meðal heimspekingurinn Jeremy Bent -
ham, byrjuðu að tjá áhyggjur sínar af áhrifum hins gamalkunna
siðar í skólunum að skólapiltarnir deildu rúmi hver með öðrum til
að halda á sér hita og að rúmin væru höfð í stórum eftirlitslausum
svefnrýmum sem auðvelt væri að flakka á milli. Þetta bauð upp á
ýmis tækifæri til að iðka það sem var kallað „hin þrefalda synd“
(e. the triple vice), þ.e. sjálfsfróun, gagnkvæma fróun og það sem var
verst af öllu, sódómíu, þ.e. endaþarmsmök eða millilæramök. kall -
að var eftir aðgerðum og skólayfirvöld urðu við því.
Ein þessara aðgerða var að skipta nemendunum upp í mörg mis-
munandi „hús“ (e. Houses) sem fengu hvert sitt eigið svefnrými.
Þeim var svo dreift þannig um skólabygginguna að erfitt væri að
komast úr einu rými í annað. Svefnrýmum hvers „húss“ var svo
skipt aftur niður eftir aldri enda var talið að samlíf eldri og yngri
nemenda væri sérstaklega siðspillandi. Sömuleiðis var komið í veg
fyrir að of mikill aldursmunur væri milli nemenda í bekkjum skól-
ans. Sumstaðar var gengið svo langt að loka hvert rúm af með
viðarþiljum eða jafnvel með loki, svo úr urðu læsanlegar lokrekkjur.
Þetta var hins vegar líka talið hættulegt því þá gætu drengirnir
fengið næði til sjálfsfróunar. Því var algengara að svefnrýmin væru
tiltölulega opin en einhverskonar eftirlitskerfi væri komið á, svo að
aðrir nemendur eða skólastarfsmenn gætu fylgst með því að skóla-
piltar svæfu hver í sínu rúmi eins og ætlast var til. Oft var komið
fyrir einhverskonar hlerum eða gluggum milli gangs og svefnrýmis
og gátu starfsmenn gægst inn um þá svo lítið bæri á.54
„að hafa svo mikið upp úr lífinu …“ 63
53 Fyrir utan bók Hickson, sem vísað er í að neðan, sjá t.d. Alex Renton, Stiff
Upper Lip. Secrets, Crimes and the Schooling of a Ruling Class (London: Weiden -
feld & Nicolson 2017); Vef. „When I was at school …“ The Guardian Online,
12. október 2005. https://www.theguardian.com/education/2005/oct/12/
publicschools.schools, 22. desember 2017, og Joy Schaverien, „Boarding School
Syndrome. Broken attachments in a hidden trauma“, British Journal of Psycho -
ther apy 27:2 (2011), bls. 138–155.
54 Alisdare Hickson, The Poisoned Bowl. Sex, Repression and the Public School System
(Bury St Edmunds: St Edmundsbury Press 1995), bls. 21–55. Þetta má vel
tengja við skrif Foucaults um alsæishyggju, sem einmitt byggist á hugmynd-
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 63