Saga - 2018, Side 67
hvatamaður þessara breytinga í Englandi, Thomas Arnold, skóla-
stjóri Rugby-skóla, vakti aðdáun Bjarna Jónssonar, rektors Lærða
skólans 1851–1869, og vísaði Bjarni sömuleiðis til Eton-skólans sem
fyrirmyndarskóla í skólaskýrslu.57
Í þeim breytingum sem urðu við flutning Bessastaðaskóla til
Reykjavíkur má þannig greina breytingar á viðhorfum Íslendinga til
þess hve mikil nánd væri æskileg milli ógifts fólks af sama kyni sem
ekki var blóðskylt. Á fáum stöðum var meira aðkallandi að koma á
reglu hvað þetta varðaði en í Lærða skólanum, stærsta og helsta
heimavistarskóla landsins.58 Hin gamla sveitahefð var að víkja og
nútímaleg sýn um einkalíf, líkamlega friðhelgi og eftirlit með kyn-
hegðun kom í staðinn.59
Ekki voru allir nemendur skólans heimasveinar. Þar námu einnig
svokallaðir „bæjarsveinar“, sem annaðhvort voru frá Reykjavík og
bjuggu í foreldrahúsum eða leigðu sér herbergi í bænum ef þeir
voru úr sveit. Eins og fram hefur komið voru Ólafur og Geir í þeirra
hópi og það var Gísli Guðmundsson, hinn kærasti Geirs, einnig.
Svefnrýmið í skólabyggingunni var þó engu að síður þrungið merk-
ingu fyrir það athafnarými sem bæjarsveinum bauðst: Það mótaði
hið almenna álit og andrúmsloft sem ríkti í sambandi við rúm nem-
enda. Rúmið laut eftirliti í skólabyggingunni og kann það að hafa
gert eftirlitslaus rúm bæjarsveinanna að dýrmætum griðastað fyrir
skólapilta. Með því að dvelja saman í einu þessara rúma gátu nem-
endur haft í frammi andóf gegn skólayfirvöldum og sýnt vænt-
umþykju hver í annars garð.
Skotinn í karlmanni, skotinn í meyju
Þótt almennt hafi það verið sjálfsagt fyrir skólapilt að deila rúmi
með öðrum skólapilti var það greinilega sérstakt í huga Ólafs þegar
hann gisti hjá Hraungerðisbræðrum. Allra sérstakast var það þó
þegar Geir gisti hjá Ólafi, sem ólíkt Geir átti sitt eigið rúm þótt hann
„að hafa svo mikið upp úr lífinu …“ 65
57 Bjarni Jónsson, Skýrsla um hinn Lærða skóla í Reykjavík skólaárið 1862–63 (Reykja -
vík: E. Þórðarson 1863), bls. 72–82.
58 Eins og Sigurður Gylfi Magnússon bendir á var athafnarými skólapilta þó -
nokkuð meira en flestra annarra Íslendinga, sbr. Menntun, ást og sorg, bls. 252,
255.
59 Almennt um þessar breytingar, sjá Gunnar karlsson, „Húsakynni“, Saga
Íslands X (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag og Sögufélag 2009), bls.
117–125.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 65