Saga - 2018, Side 68
deildi herbergi með öðrum skólapilti, bekkjarfélaga sínum Boga Th.
Melsteð.60 Aðeins einni slíkri gistingu er lýst í dagbókinni, þann 29.
apríl 1882. Þá skrifar Ólafur sína ástríðufyllstu færslu um Geir:
Jeg tók Geir með mjer. Hann sefur hjá mjer í nótt. Mjer hefur aldrei þótt
eins vænt um neinn eins og Geir. Hvað það var inndælt að vefja hann
að sjer, leggja hann undir vanga sinn og kyssa hann svo. Loksins varð
jeg þó skotinn. En hvað er það að vera skotinn í karlmanni hjá því sem
að vera skotinn í meyju? Ekkert segir náttúruvit mitt mjer.61
Einum og hálfum mánuði síðar reyndi Geir aftur að gista hjá Ólafi,
en þá fórust þeir á mis. Þann 14. maí skrifar Ólafur:
Geir kom heim til mín. Hann hafði sofið hjá Boga [Th. Melsteð] í nótt,
er var. Það svaf heimamaður hjá Ólafi [Sæmundssyni, svo Geir gat ekki
sofið í sínu venjulega rúmi] en jeg kom svo seint heim, að jeg gat ekki
krækt í hann [Geir]. Það var leiðinlegt, að sjá á það, að unnustan skyldi
sofa hjá öðrum. Jeg get ekki neitað því að mjer þótti það leiðinlegt, en
það varð að vera, og því, sem verður að vera, verður að taka með karl-
mennsku og stillingu. Jeg fjekk reyndar Geir upp í til mín um morgun-
inn og þá Jeg hugga mig við það, að Geir þykir miklu vænna um mig
en Boga. Nú kom Geir til mín. Við vorum með smá hrekki, í góðu nátt-
úrl. Jeg var að kenna Geir lagið „Hopp, hopp, hopp, hopp, hopp etc.“
Honum gekk illa að læra það, enda er lagið vandasamt.62
Varla getur það hafa farið fram hjá Boga hver tilgangur heimsóknar
Geirs var eða að Geir hafi farið upp í til Ólafs um morguninn. Bogi
er þannig þriðji skólapilturinn sem virðist hafa veitt sambandinu
þögult samþykki (auk Gísla Guðmundssonar og Ólafs Sæmunds -
sonar) eða jafnvel þriðji pilturinn sem átti í einhvers konar ástarsam-
bandi við Geir (auk Ólafs Davíðssonar og Gísla Guðmundssonar).
Þetta bendir til að ríkt hafi víðtækt samþykki á sambandi Ólafs og
Geirs innan hóps skólapilta.
Þó er óvíst að aðrir skólapiltar — jafnvel sjálfur Geir — hafi vitað
hversu ástríðufullar tilfinningar Ólafs voru við þessi tækifæri og
hversu sérstök þau voru fyrir honum. Hann virðist ekki hafa haft
marga næturgesti. Sá eini sem minnst er á auk Geirs er bróðir hans,
þorsteinn vilhjálmsson66
60 Ólafur Davíðsson, Ég læt allt fjúka, bls. 38. Bogi var sonur húsráðanda í
kvenna skólanum, þar sem Ólafur leigði, Páls Melsteð.
61 Lbs. 2686 8vo, bls. 187.
62 Sama heimild, bls. 247–248.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 66