Saga - 2018, Page 69
Ólafur, en þar er lýsingin hversdagsleg.63 Samband þeirra nafnanna
var samband skólafélaga og vina en sambandið við Geir var sam-
band kærasta og kærustu.
Þannig kvengerir Ólafur Geir og setur ástarsamband þeirra í
hefðbundnar samfélagslegar stellingar. Þetta var ein leið fyrir Ólaf
til að færa tilfinningar sínar til Geirs í orð og sýnir þannig það and-
lega rými sem sambandið hrærðist í. Ef líta mátti á Geir sem „ung-
mey“, eins og Ólafur orðaði það, var allur orðaforði til að lýsa sam-
bandinu þegar til staðar og notfærir Ólafur sér þetta víða í dagbók-
inni. Fyrir utan orðin „unnusta“ og „kærasta“ notaði hann orðið
„ást“ í sambandi við Geir, talaði um að „þykja vænt um“ hann og að
vera „skotinn“ í honum, um að unna honum.64 Ólafur gat líka rætt
um ást og sambönd við kærustur og unnustur á almennan hátt án
þess endilega að minnast á nafn sinnar eigin kærustu og unnustu —
Geirs.65 Hinn 12. maí 1882 skrifar Ólafur:
Við [Gísli Guðmundsson] ræddum um ýmislegt. T.d. hvað innilegleiki
við óskilda meyju gæti verið mikill, án þess að meyjan spallaðist [þ.e.
spjallaðist] eða unnusti hennar hefði ástæðu til að álíta, að sjer væri
órjettur gjör. Okkur kom saman um það, að koss gjörði ekkert til og þó
fannst okkur báðum, að við vildum ekki láta náungan kyssa unnustu
vora. Stúlka væri og óspjölluð af því að sofa hjá henni og faðma hana
að sjer, ef samræði væri ekki átt við hana, en samt var það alveg afleitt
í okkar augum, að láta náungan sofa hjá kærustunni sinni.66
„að hafa svo mikið upp úr lífinu …“ 67
63 Sama heimild, bls. 156 (22. apríl 1882): „Ól. Sæmundsson svaf hjá mjer. Við
töluð um um allan skrattan í rúminu: Siggu litlu, skot Óla í henni og rivala hans
etc.“
64 Sama heimild, bls. 36, 187, 164.
65 Hér er þó vert að benda á að Ólafur lítur á það sem sjálfgefið að hann eigi eftir
að giftast konu í framtíðinni; sjá sama heimild, bls. 141–142 (21. apríl 1882); bls.
206 (6. maí 1882); bls. 118–119 (19. apríl 1882). Ólafur kann að hafa litið svo á
að sú „ást á pilti“ sem hann finni fyrir sé aðeins tímabundið fyrirbrigði innan
staðbrigða Lærða skólans; þegar skólinn verði að baki muni hann hins vegar
finna hina hefðbundnu „ást á meyju“. Síðar, kominn út til kaupmannahafnar,
viðurkennir hann þó: „Jeg dregst, að kvennholdinu, því jeg er sannlega kvenn-
samur maður, en jeg hrindist þó e-n veginn jafnframt frá því.“ Sama heimild,
bls. 303 (7. september 1882). Í bréfi til kristins Daníelssonar, bekkjarfélaga síns,
sendu frá Danmörku, segir Ólafur frá því þegar hann heimsótti vændishús
ásamt félaga sínum en „þorði ekki að fara upp á“. Lbs. (Lands bókasafn –
Háskólabókasafn, handritasafn) Lbs. 3547 4to. Ólafur Davíðs son til kristins
Daníelssonar 12. nóvember 1882.
66 Lbs. 2686 8vo, bls. 232–233.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 67