Saga - 2018, Page 71
hvernig Ólafur var í vafa um þetta, „því þótt Geir sje kærastan mín
þá er hann ekki kærastan mín. Maður hefur víst aldrei jafnheita ást
á pilt og meyju.“ Þetta leiddi Ólaf jafnvel til þess að líta framhjá ást
sinni á Geir. Undir lok sambandsins ræddi Ólafur ástina við vin
sinn, Brynjólf kúld:
[J]eg gat þess … að allt er jeg segði og gæti sagt um ástir væri aðeins til-
finning og laus hugsun. Jeg gæti ekki haft neina hugmynd um það
hvað jeg mundi gjöra ef svo og svo stæði á fyrir mjer í ástarefnum. Það
vissi enginn nema sá, sem hefði elskað. Br[ynjólfur] sagði að mjer væri
óhætt að vera viss um það, að jeg myndi elska áður en fjarska langt um
liði; má vera. Að minnsta kosti langar mig til að elska, því elskulausa
manninn vantar fjarska mikið af lífsreynslu, þar sem hann þekkir
hvorki „Livets lyseste Højder eller mørkeste Dybder“ eins og Ebers
segir.69
Eins og við höfum séð notaði Ólafur kvengervingu — tal um kær-
ustu og unnustu — til þess að orða hugsanir sínar um sambandið
við Geir innan hefðbundins orðræðuramma samfélagsins. Ef dag-
bókin er lesin í ljósi þessa má nota vangaveltur Ólafs um sambönd
og kynlíf með konum til þess að varpa ljósi á sambandið við Geir.
En jafnframt efaðist Ólafur um að þessi kvengerving gengi fyllilega
upp og gat ekki litið á ást sína til Geirs sem beina hliðstæðu við hina
samfélagslega samþykktu ást á konum. Hvers vegna?
Trú og raunsæi
Fyrst ber að nefna hið augljósa: kristna trú. Trúin var allstaðar í
rýminu í kringum Ólaf. Hann var prestssonur sem bað bænir reglu-
lega, að því er virðist af dagbókinni.70 Trúarfræði var kennd í Lærða
skólanum og skólapiltar voru reglulega skikkaðir í messu.71 Þetta
hlaut að móta og þrengja athafnarými Ólafs. Hann hefur vitað vel af
orðum Páls postula í 1. kórintubréfi, þar sem skýrt er tekið fram að
„mannbleyður, eður þeir, sem leggjast með karlmönnum“ muni ekki
„Guðs ríki erfa.“72 Þótt Ólafur hafi viljað líta á Geir sem meyju
hlýtur það að hafa valdið honum áhyggjum hvort Guð væri sömu
„að hafa svo mikið upp úr lífinu …“ 69
69 Sama heimild, bls. 230 (11. maí 1882).
70 Sjá t.d. sama heimild, bls. 160, 224.
71 kristinn Ármannsson o.fl., Saga Reykjavíkurskóla I, bls. 166–170; Lbs. 2686 8vo,
bls. 212.
72 1. Kór. 6.9–10. Viðeyjarbiblía 1841.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 69