Saga - 2018, Page 72
skoðunar. Ótti Ólafs við helvítisvist sökum kynlífs og nautna gæti
skýrst af þessu. Í bréfi til kristins Daníelssonar, bekkjarfélaga síns
og síðar prests, frá kaupmannahöfn 12. nóvember 1882 skrifar
hann:
Heldurðu að það sje ekki mögulegt, að njóta lífsins með öllu móti, njóta
víns, kvenna og yfir höfuð alls, sem notið verður og vera þó hjerum bil
sikkert með himnaríkisvist þegar þessu lífi lýkur. Mjer er alvara með að
biðja þig að segja mjer álit þitt um þetta. Það gefur að skilja að slíkt líf
væri bezt og heppilegast, og það er náttúrlegt að jeg og allir vilji lifa
sem beztu og yndislegustu lífi. Aptur vil jeg ekki vinna til þess að njóta
alls yndis hjer í heiminum ef jeg fer til helvítis fyrir bragðið. Jeg held
þessum orðum himnaríki og helvíti af því mig vantar betri orð og þau
láta hugsun mína að nokkru leiti í ljósi. Jeg trúi ekki á himnaríki og hel-
víti biblíunnar, en jeg trúi á líf eptir dauðan og mismunandi status, ekki
þó um eilífð. En það má nú minna gagn gjöra en heil eilífð.73
Ólafur var hins vegar ekki ofurseldur kristninni. Óvissa hans í trú-
málum er gegnumgangandi umfjöllunarefni í dagbókinni en Ólafur
taldi trú flestra innihaldslitla og orð prestanna í Reykjavík fánýt.74
Föstudaginn langa, 7. apríl 1882, fer Ólafur í kirkju og ræðir við vin
sinn um trúarástandið. Vinurinn spyr: „Heldurðu að margir sjeu
komnir í kyrkju í dag til að heyra guðsorð? „Enginn“, sagði jeg og
þóttist vera sannfærður um það. Sona er trúarástandið hjá okkur á
Íslandi: Eintómur öskureykur, andstyggilegt slý á forarpollum.“75
11. maí 1882 skrifar Ólafur:
Jeg átti allmerkilega viðræðu við kristin [Daníelsson] um trúarmál í
gær … Oss kristni kom saman um það að trúarástandið hjer í skólan -
um væri mjög svo vesælt. Hann hugði að skólapiltar væru trúlausir af
umhugsun og sannfæringu, en jeg andæpti því. Þeir eru það af sljóleik,
hugsunarleysi og engu öðru. Hvernig eiga strákar um fermingu að hafa
nokkra fasta skoðan um svo alvarl. efni og þó hef jeg heyrt smákúta í
skólanum hæða guð og trúna. Þeir gjöra það bara af galgopaskap og
heimskulegri ljettúð. kristinn hugði að enginn væri aþeisti. Jú jeg hjelt
þorsteinn vilhjálmsson70
73 Lbs. 3547 4to. Ólafur Davíðsson til kristins Daníelssonar 12. nóvember 1882.
74 Sjá t.d. Lbs. 2686 8vo, bls. 68, 211–212.
75 Sama heimild, bls. 60–61. Einnig skrifaði Ólafur smásögu, sem hann nefndi
„Við“, um deilur tveggja skólapilta um trúna. Hana má nálgast í Örlagasögu
Þorsteins Antonssonar, bls. 42–50, en Þorsteinn kýs að breyta nöfnum persón-
anna — sem í handriti Ólafs voru kallaðar „Ó.“ og „Þ.“ — í nöfn Ólafs sjálfs
og vinar hans Gísla Guðmundssonar.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 70