Saga - 2018, Side 73
að Brandes og öðrum eins mönnum væri trúandi til þess, að þeir segðu
satt [um aþeisma sinn].76
Hér minnist Ólafur á mikinn áhrifavald í lífi sínu: Georg Brandes,
forvígismann raunsæisstefnunnar í norrænum bókmenntum, stefnu
sem þá hafði nýlega rutt sér rúms í Skandinavíu í miklu flóði sem
Danir kalla Det Moderne Gennembrud.77 Í dagbókinni má sjá hve náið
Ólafur fylgdist með nýjustu verkum raunsæishöfundanna, svo sem
karls Gjellerup, Alexanders kjelland, Bjørnstjerne Bjørnsson, Hen -
riks Ibsen, Holgers Drachmann og Hermans Bang.78 Þessir höf -
undar lögðu áherslu á að hafna ídealismanum og rómantíkinni og
sýna í staðinn „lífið eins og það var“. Þeir voru einnig gagnrýnir á
kristindóminn og þann doða sem þeir töldu ríkja yfir trúarlífi landa
sinna. Sumir, t.d. Brandes, voru trúlausir.79
Ólafur gekk ekki jafnlangt og Brandes en þó var hreyfing á trúar -
skoðunum hans á námsárunum sem færði hann lengra og lengra frá
hefðbundinni trú. Eins og við höfum séð minnkaði til dæmis trú
Ólafs á það helvíti sem honum var ógnað með skyldi hann „leggjast
með karlmönnum“. Eins og sjá má ræddi hann þessi málefni mest
við bekkjarfélaga sinn og vin kristin Daníelsson og minntist þar á
áhrifavalda sína í hópi raunsæishöfunda. Í bréfi til kristins 12.
janúar 1883 kemst Ólafur svo að orði:
Þú mátt ekki taka þetta svo að jeg virði biblíuna að vettugi nei. Það eru
kaflar í henni t.d. sagan um Jesús og hórkonuna (Jóh. guðsp. 8) sem jeg
held einna mest af af öllu er jeg hef lesið. Mjer finnst sú saga jafnvel
komast í samjöfnuð við beztu sögur eptir kjelland og slíkar bækur.
Andanum í biblíunni, elskukenningunni, andanum sem gengur í gegn-
um biblíusögu þá, sem jeg gat um ætla jeg að fylgja með guðs hjálp
þangað til jeg hætti að trúa á guð (Mjer dylzt því miður ekki, að að því
rekur líklega á endanum) og lengur, alla mína ævi. Ef jeg hætti því þá
hlýt jeg að breytast svo, að ekki verði tangur nje tetur af mjer eptir í
mjer. En meðan jeg fylgi þessum anda get jeg ómögulega trúað á helvíti
biblíunnar.80
„að hafa svo mikið upp úr lífinu …“ 71
76 Lbs. 2686 8vo, bls. 226–227.
77 Matthías V. Sæmundsson, „Raunsæisstefnan“, Íslensk bókmenntasaga III. Ritstj.
Árni Ibsen o.fl. (Reykjavík: Mál og menning 1996), bls. 769–822.
78 Sjá t.d. Lbs. 2686 8vo, bls. 53, 111, 180, 191, 294.
79 Silja Aðalsteinsdóttir, „Verðandi“; Matthías V. Sæmundsson, „Raunsæis stefn -
an“; „Sagnalist í raunsæisstíl“, Íslensk bókmenntasaga III, bls. 653–659; 769–867.
80 Lbs. 3547 4to. Ólafur Davíðsson til kristins Daníelssonar 12. janúar 1883.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 71