Saga - 2018, Page 74
Ólafur var þannig trúaður á sinn hátt, en áskildi sér rétt til að mynda
sér sínar eigin skoðanir um hvað teldist rétt sem Biblían hafði fram
að bjóða og hvað ekki.81 Þessi greinarmunur skipti miklu máli fyrir
Ólaf hvað varðaði samband hans við Geir. Við höfum séð hversu
ástríðufull skrif Ólafs voru eftir að Geir gisti hjá honum þann 29.
apríl 1882. Þeim ástríðum fylgdi hann eftir með vangaveltu um trú-
mál: „Er það annars ekki röng skoðan að krossfesta holdið með
girndum þess og tilhneigjingum. Er ekki rjettara fyrir mig að reyna
til að hafa svo mikið af nautnum og unaði upp úr lífinu, sem auðið
er fyrir góðan og mannlegan mann? Það held jeg.“82
Hér vitnar Ólafur í orð Páls postula í Galatabréfinu, þar sem Páll
skammar Galatamenn fyrir að hafa brugðið frá hinum rétta vegi og
áminnir þá:
[H]oldið girnist gegn andanum og andinn gegn holdinu, þau eru hvört
gegn öðru, þar af kemur það, að þér gjörið ekki það, sem þér viljið … Allir
vita hvílík eru holdsins verk, að það eru: frillulífi, saurlífi, stjórnleysi girnd -
anna, skurðgoðadýrkan, kukl, hatur, deilur, metningur, stórlyndi, þrátt-
anir, tvídrægni, flokkadráttur, öfund, morð, ofdrykkja, óhófsveislur og
annað þessu líkt, um hvað allt eg segi yður enn þá hið sama, sem eg hefi
áður sagt, að þeir, sem slíkt gjöra, öðlist ekki Guðs ríki … Þeir, sem krists
eru, þeir hafa krossfest hold sitt með þess girndum og tilhneigingum.83
Þær holdsins lystisemdir sem Ólafur vill ekki krossfesta hljóta, í
samhengi við gistingu Geirs, að innihalda þær sem Páll fordæmir í
1. kórintubréfi. Ólafur getur ekki sætt sig við að það sé rétt að bæla
niður allar þær nautnir sem Páll fordæmir. Eitthvað hljóti manni að
leyfast. Í umræðu um tóbaksnautn skrifar Ólafur:
Má vera, að manninum sje ósómi að öllum fýstum, en jeg er alltaf að
sannfærast betur og betur um það að það er rangt að neita sjer um það,
er veitir nautn. Jeg vil njóta, njóta alls þess, sem mögulegt er að njóta
þorsteinn vilhjálmsson72
81 Ólafur skrifaði föður sínum bréf 8. febrúar 1882 þar sem hann útskýrði meðal
annars hvers vegna honum hugnaðist ekki að læra guðfræði: „Ég er hræddur
um, að ég geti ekki trúað hverju einasta orði í biblíunni … Ég hef annars enga
fasta skoðun í trúarmálum ennþá, mig langar til að fá hana og ég vona, að ég fái
hana bráðum … Ég vil nefnilega „söka sanningen“ [leita sannleikans] sjálfur.
Mér finnst það vera mér ósamboðið sem manni að trúa því, sem aðrir segja mér
að sé satt og ég eigi að trúa. Ég vil rannsaka það sjálfur og trúa því svo, ef það
stenzt rannsókn mína.“ Ólafur Davíðsson, Ég læt allt fjúka, bls. 80.
82 Lbs. 2686 8vo, bls. 187.
83 Gal. 5.17–24. Viðeyjarbiblía 1841. Ég vísa hér stafrétt.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 72