Saga - 2018, Síða 76
Sveinaást
Samdrykkjan er heimspekileg samræða frá 4. öld. f.kr. sem fjallar um
það sem Grikkir kölluðu eros, jafnan (en ónákvæmt) þýtt sem ást.
Eros táknar þrá eftir annarri manneskju sem kemur að utan eins og
guðdómlegt afl og rænir menn sjálfsstjórninni. Eros er þannig per-
sónugerður sem guð en birtist sömuleiðis sem sammannleg tilfinn-
ing. Í Samdrykkjunni setjast tignir gestir niður í veislu og fara í
ræðukeppni til dýrðar Erosi (guðinum og tilfinningunni í senn). Í
samræmi við hefðir aþenskrar yfirstéttar á þessum tíma er aðallega
talað um ákveðna félagslega formgerð eros sem þá naut mikillar
virðingar: þá sem Grikkir kölluðu paiderastia en í þýðingu Sam -
drykkj unnar eftir Steingrím Thorsteinsson, sem var notuð við Lærða
skólann á tímum Ólafs, er kölluð „sveinaást“.87
Sveinaástin eins og hún er sett fram í Samdrykkjunni er „heiðarleg
og náttúrleg hvöt“, þótt til sé leið til að stunda hana sem „karika -
túr“, svo notað sé orðfæri Ólafs. Í ræðu Pásaníasar í Samdrykkjunni
segir að eros sé tvískiptur: Annarsvegar sé til „almennur Eros“ —
Eros eins og hann er stundaður hjá hinum sótsvarta almúga — og
hins vegar „himneskur Eros“, Eros hinna siðprúðu og góðu. Þetta
sýnir að „svo er um hverja athöfn, að sjálf fyrir sig er hún hvorki
fögur né ljót … verkið verður eftir því ljótt eða fagurt, hvernig það
er gert, því fagurlega og réttilega gert, verður það fagurt, en órétti-
lega gert, verður það ljótt. Þannig er því einnig varið með Eros; ekki
er sérhver Eros fagur og lofsverður, heldur aðeins sá Eros, sem knýr
oss til að elska á fagran hátt.“88 Þetta er í góðu samræmi við fyrr-
nefndar vangaveltur Ólafs um réttmæti fýsnanna.
En hvort var ást Ólafs á Geir „himneskur Eros“ eða „almennur“,
þ.e. „heiðarleg og náttúrleg hvöt“ eða „karikatúr“? Pásanías út -
skýrir muninn á þessum tveimur tegundum Eros með dæmum:
Eros hinnar algengu Afrodítu … aðhefst það, sem verkast vill og með
þeim Eros elska þeir, sem vondir eru á meðal mannanna. En slíkir elska
fyrst og fremst ekki síður konur en sveina; þar næst líkama þeirra, sem
þeir elska, meira en sálina og að endingu elska þeir hina óvitrustu eftir
þorsteinn vilhjálmsson74
87 Hannes Pétursson, Steingrímur Thorsteinsson: Líf hans og list (Reykjavík: Bóka -
útgáfa Menningarsjóðs 1964), bls. 257.
88 Platon, Samdrykkjan. Þýð. Steingrímur Thorsteinsson (Reykjavík: Bókaútgáfa
Menningarsjóðs 1959), bls. 51 (181a).
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 74