Saga - 2018, Page 78
nautnanna sem fólust í því að gista með Geir.94 Ólafur var eldri en
Geir, eins og rétt taldist í Samdrykkjunni, en Geir hefur sjálfur líklega
verið á eða nálægt þeim aldri „þegar honum fer fyrst að vaxa skegg“,
eins og Pásanías hafði mælt með. Þótt Geir væri fallegur að mati
Ólafs dáðist hann líka að gáfum hans og mannkostum. Í Biblíunni
eru þeir sem „leggjast með karlmönnum“ dæmdir til vítisvistar; í
Samdrykkjunni er það hins vegar jákvætt og gott að „hvíla hjá“ Geir
og „fléttast í faðmlög“ við hann. Munurinn gæti ekki verið meiri.
Í þessu samhengi verður að sjá efasemdir Ólafs um tilvist helvítis og
ástand trúarinnar, sem og sókn hans í raunsæisbókmenntir.
Þótt Lærði skólinn hafi lagt áherslu á kristið uppeldi og menntun
bauð hann á mótsagnakenndan hátt upp á aðgang nemenda að rit-
um eins og Samdrykkjunni og raunsæisbókmenntunum frá Skandin -
avíu.95 Samdrykkjan var á leslista Lærða skólans en bókasafn skólans
og sú tungumálakunnátta sem skólinn veitti honum opnaði Ólafi
aðgang að raunsæisbókmenntunum. Þannig bauð menntun Ólafs
upp á andstöðu gegn þeirri kristnu trú sem skólanum var þó ætlað
að styrkja og er þar annað dæmi um hið óvenjulega og mótsagna-
kennda rými sem Lærði skólinn opnaði fyrir nemendum sínum.
Staðbrigðafræði Lærða skólans
Í þessari grein hef ég haldið því fram að dagbók Ólafs Davíðssonar
1881–1882 sé ekki bara vitnisburður um hann persónulega heldur
lýsing á einhverju stærra: sameiginlegu andlegu og líkamlegu rými
skólapilta sem lifðu og hrærðust á annarlegum stað — staðbrigðum
þorsteinn vilhjálmsson76
94 Það er áhugavert að nokkrum árum fyrr, árið 1877, hafði komið upp hneykslis -
mál í kaupmannahafnarháskóla þar sem guðfræðineminn Martin kok var
kærður fyrir kynferðislega áreitni gagnvart tveimur karlkyns samnemendum.
kok lýsti sér við nemendurna sem „pæderast“ og sagði við yfirheyrslur að
hann væri ekki einn um þetta í skólanum; til væru fleiri nemendur sem væru
„pæderaster“ og „hermafroditiske Personer“. Bæði pæderast og hermafroditisk
eru orð sem kok fær langlíklegast úr Samdrykkjunni (Wilhelm von Rosen,
Månens Kulør. Studier i dansk bøssehistorie 1628–1912 II (kaupmannahöfn:
Rhodos 1993), bls. 576–581).
95 Um deilur, meðal annars innan Lærða skólans, um það hvort æskilegt sé að
lesa raunsæisbókmenntir og skáldsögur yfirleitt, sjá Matthías V. Sæmundsson,
„Raunsæisstefnan“, Íslensk bókmenntasaga III, bls. 775–789, og Bragi Þorgrímur
Ólafsson, „Deilur um skaðsemi rómana á Íslandi á síðari hluta 19. aldar“,
Tímarit Máls og menningar 68:2 (2008), bls. 72–85, hér bls. 74–81.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 76