Saga - 2018, Page 79
— í íslensku samfélagi, stað sem bauð tímabundið upp á óvenjulega
mikið svigrúm, andlega og líkamlega, hvað varðaði kynferðislegar
langanir og þrár. Þetta helgast fyrst og fremst af þeirri staðreynd að
í skólanum var búið til náið samfélag alls óskyldra, ókvæntra ungra
manna sem höfðu engan hefðbundinn, afmarkaðan stað til að beina
kynferðislegum löngunum sínum; þannig opnaðist sá möguleiki að
þær beindust inn á við og fengju útrás innan þeirra afar samheldna
hóps.
Ég hef bent á stöðu rúmsins sem umdeilds rýmis í heimi skóla-
pilta, sem helgaðist af þeim breytingum sem voru að verða á ís -
lensku samfélagi milli sveita og vaxandi borgarsamfélags, milli
þorps- og sveitamenningar og nútímavæðingar. Ég hef leitt líkur að
því að rúm skólapilta hafi orðið að umdeildu rými í Lærða skólan-
um, sem laut eftirliti skólayfirvalda, á líkan hátt og var að gerast í
enskum heimavistarskólum á sama tíma. Í þessu samhengi sést
hversu dýrmætir staðir rúm þeirra skólapilta urðu sem ekki bjuggu
á heimavistinni og voru þannig lausir undan eftirliti, en í dagbók
Ólafs kemur fram að þessi rúm voru nýtt til að tjá ást og væntum -
þykju skólapilta hvers á öðrum.
Einnig hef ég bent á að Ólafur kom orðum að sambandi sínu við
Geir með því að kvengera hann og tala um hann sem „kærustu“ eða
„unnustu“ sína. Þetta opnaði á notkun hefðbundinnar orðræðu ástar -
sambanda yfir hið óhefðbundna samband Ólafs og Geirs. Þannig er
hægt að yfirfæra slíka orðræðu í dagbókinni og bréfum Ólafs upp á
Geir og öðlast áhugaverða innsýn í áhyggjur Ólafs af réttmæti kyn-
lífs og gildi ástarinnar.
Sömuleiðis hef ég bent á þau átök og þær þversagnir sem ein-
kenna andlegt rými skólapilta hvað varðar trú og siðaboð biblí -
unnar. Í dagbók Ólafs kemur óttinn við syndina skýrt fram í sam-
hengi við ástarsamband hans og Geirs, sérstaklega varðandi kynlíf,
en jafnframt sést hvernig hann gat slegið á þann ótta með lestri ann-
arra bóka sem Lærði skólinn bauð upp á: raunsæisbókmennta ann-
arsvegar, sem börðust gegn ofurvaldi kristninnar yfir siðferðinu, og
Samdrykkjunnar eftir Platon hins vegar, þar sem byggð var upp já -
kvæð mynd af ástum milli yngri manns og eldri, rétt eins og Ólafs
og Geirs.
Í dagbókinni kemur einnig fram að samband Ólafs og Geirs var
ekki eitthvað sem þeir lögðu áherslu á að halda leyndu fyrir öðrum
skólapiltum. Þvert á móti má sjá vísbendingar um að það hafi notið
samþykkis þeirra á meðal og sömuleiðis er talað um annað ástar-
„að hafa svo mikið upp úr lífinu …“ 77
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 77