Saga - 2018, Síða 82
Saga LVI:1 (2018), bls. 80–121
erla dóris halldórsdóttir
Barnsfarasótt á Íslandi á nítjándu öld
Barnsfarasótt hefur lítið sem ekkert verið rannsökuð sagnfræðilega á
Íslandi. Fyrir tíma sýklalyfja gat barnsfarasótt verið konum lífshættuleg
og jafnvel banvæn. Rekja mátti sársauka, blóðeitrun, háan sótthita og
andlát til sýkingarinnar en læknar gerðu sér ekki grein fyrir því að
sjúkdómurinn væri af völdum bakteríusýkingar. Víðast hvar í Evrópu,
þar sem barnsfarasótt geisaði á átjándu og nítjándu öld, varð hún
mörgum sængurkonum sem lágu á fæðingarstofnunum að aldurtila.
Þrátt fyrir að hér á landi væri engin fæðingarstofnun þar sem smit gat
borist frá læknum og ljósmæðrum, nema í Vestmanna eyjum rétt fyrir
miðja nítjándu öld, átti sóttin eftir að geisa hér og fara með sængurkon-
ur í gröfina. Í þessari grein verða helstu drættir í sögu barnsfarasóttar
á Íslandi raktir. Skoðað verður hvort barnsfarasótt hafi valdið eins
miklum usla hér á landi og annars staðar í Evrópu. Einkum verður
horft til Noregs til að meta hvort sóttin hafi náð að leggja fleiri konur á
Íslandi í gröfina en þar.1
Þegar vér fréttum fyrst lát hennar, var sem dimman ský flóka
drægi á loft upp, og á svipstundu myrkvaði gleði og sólina á
lífshimni vorum, og breytti heiðblíðum fögrum degi í dimma
hrollkalda nótt, er grúfði sig yfir Sauðárkrók, því með henni
hvarf burt fegursta prýðin staðarins og helsta gleðin staðarbúa.2
Þessi orð voru flutt við jarðarför kristínar Briem Claessen (1849–
1881), sem lést 32 ára gömul í kjölfar barnsfæðingar 10. desember
1881. Þann 3. desember hafði kristín fætt fjórða barn sitt á heimili
1 Greinin er að hluta unnin upp úr fyrirlestri sem fluttur var í málstofu „Sjúk -
dómar og dauði 1760‒1880“ á Hugvísindaþingi 11. mars 2017. Sérstakar þakkir
fá Már Jónsson, prófessor í sagnfræði, fyrir að veita mér tækifæri til að kynna
rannsókn mína á þinginu, Reynir Tómas Geirsson, emeritus í fæðingarfræði og
yfirlæknir kvennadeildar Landspítala, og Haraldur Briem sóttvarnalæknir fyrir
góðar ábendingar. Gunnhildur Hrólfsdóttir, rithöfundur og sagn fræðingur, fær
bestu þakkir fyrir yfirlestur og ritrýnar Sögu sömuleiðis.
2 Líkræða yfir kristínu Briem Claessen er varðveitt í Borgarskjalasafni Reykja -
víkur í umslagi merktu „Móðir mín kristín Briem Cl.“ Drengurinn sem hún
fæddi 3. desember 1881 var Gunnlaugur, fjórða barn þeirra hjóna, hennar og
Jean Valgard van Deurs Claessen (1850‒1918), kaupmanns Ludv. Popps-versl-
Erla Dóris Halldórsdóttir, edh@hi.is
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 80