Saga - 2018, Síða 83
sínu í Verslunarhúsinu á Sauðárkróki, heilbrigðan dreng sem lifði af
fæðinguna, en sjö dögum síðar var hún öll. Orð prestsins undir strika
hversu þungbært það var þegar ung kona í blóma lífsins lést eftir
fæðingu á nítjándu öld því í þessu tilviki upplifðu bæjarbúar fagran
dag sem kaldan og dimman. Fæðing drengsins, sem skírður var
Gunnlaugur, gekk vel samkvæmt skýrslu héraðslæknis 9. læknis -
héraðs, Árna Jónssonar (1851–1897), en fylgjan hafði ekki fæðst.3 Á
þessum tíma var voðinn vís þegar stóð á fylgjunni. Lögðu kennslu -
bækur handa ljósmæðrum áherslu á að fylgjan yrði að ganga niður,
annars gæti hún leitt til dauða konunnar „eður minnsta kosti til mik-
ils sjúkdóms“ fyrir hana eins og fram kemur í fyrstu kennslubók
handa ljósmæðrum, Sá nýi yfirsetukvennaskóli eður stutt undirvísun
um yfirkvennakúnstina frá 1749.4 Ekki var greint frá því að slíkt gæti
valdið mikilli blæðingu þar sem legið drægist ekki saman eins og
nauðsynlegt er nema það losnaði við fylgjuna eftir fæðingu.5 Þegar
fylgjan vildi ekki fæðast sjálfkrafa þurfti að smeygja hendinni upp í
fæðingarveginn og sækja hana. Við það gátu konur fengið það sem
kallast „barselfeber“ á dönsku og Árni héraðslæknir skráði í heil-
brigðisskýrsluna fyrir árið 1881, eða barnsfarasótt á íslensku, sér-
stakan sjúkdóm í sængurlegu.6 Höndin gat nefnilega verið óhrein.
kristín Briem Claessen var ein þeirra kvenna sem létust af völdum
barnsfarasóttar.
En hvað töldu læknar að ylli smitinu áður en sökudólgur barns-
farasóttar fannst á síðari hluta nítjándu aldar? Skítugar hendur,
barnsfarasótt á íslandi á nítjándu öld 81
unarinnar á Sauðárkróki. Gunnlaugur sonur þeirra varð fyrsti sérfræðingur í
geislalækningum á Íslandi árið 1923. Sjá: BsR. (Borgarskjalasafn Reykjavíkur)
Einkaskjalasafn 191. Jón Þorláksson, Ingibjörg Claessen Þorláksson, örk: Lík-
ræður og fleira; Læknar á Íslandi I–II (Reykjavík: Læknafélag Íslands 1970), hér I.
bindi, bls. 322–324; Skagfirzkar æviskrár II. bindi (Akureyri: Sögufélag Skag firð -
inga 1966), bls. 335‒336; Guðmundur Magnússon, Claessen: Saga fjármálamanns
(Reykjavík: JPV útgáfa 2017), bls. 35‒36.
3 ÞÍ. (Þjóðskjalasafn Íslands) Skjalasafn landlæknis D, 8. Ársskýrslur lækna 1874–
1883. Skýrsla Árna Jónssonar fyrir árið 1881.
4 Balthazar Johann de Buchwald, Sá nýi yfirsetukvennaskóli eður stutt undirvísun um
yfirsetukvennakúnstina. Bragi Þorgrímur Ólafsson bjó til prentunar (Hafnar firði:
Söguspekingastifti 2006), bls. 61.
5 Per Lange, kirsten Vibeke Rohde og Ella Gjerman, Gynækologi og obstetrik
(kaupmannahöfn: Nyt Nordisk Forlag 1974), bls. 138–139.
6 ÞÍ. Skjalasafn landlæknis D, 8. Ársskýrslur héraðslækna 1874–1883. Skýrsla
Árna Jónssonar fyrir árið 1881.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 81