Saga - 2018, Page 84
óhreinir svampar og klæði látinna sængurkvenna af völdum barns-
farasóttar voru talin bera „sóttarefni“, sem gætu borist í konuna í
fæðingunni, en svo var efnið sem talið var valda sóttinni nefnt sam-
kvæmt Levys kennslubók handa yfirsetukonum er kom út í Reykjavík
árið 1871.7 Orðið „baktería“ var ekki til í orðabókum læknisfræðinn-
ar á þessum tíma; það kom fyrst fram hjá Jóni Hjaltalín (1807‒1882)
landlækni árið 1872. Þar lýsir hann, í grein sem hann skrifaði, bakt-
eríum sem séu eins og ofursmáir „stafmyndaðir líkamir“ er sjáist
ekki nema undir sterkum sjónauka. Hann var ekki að lýsa orsökum
barnsfarasóttar, sem var óþekkt á þessum tíma, heldur bólgusótt
sem hafði gengið í Reykjavík árið 1871.8
Barnsfarasótt á Íslandi er efni sem lítið hefur verið rannsakað.
Vilmundur Jónsson (1889–1972) læknir fjallar um barnsfarasótt í bók
sinni, Lækningar og saga, sem kom út árið 1969. Umfjöllun Vilmundar
lýtur einkum að bók Jóns Hjaltalíns landlæknis, Barns farasóttin
(febris puerperalis) í öllum hennar tegundum, sem kom út í Reykjavík
1865. Vilmundur taldi hana vera bæði „alþýðlegt fræðslurit um
barns farasótt“ og „varnarrit“ fyrir lækna sem höfðu lært læknis -
fræði á Íslandi, því læknar sem höfðu numið í kaup manna höfn
voru taldir betur búnir til að meðhöndla barnsfarasótt en þeir fyrr-
nefndu. Taldi Jón Hjaltalín sig þurfa að benda almenningi á það að
læknar sem lærðu á Íslandi væru jafnvígir að meðhöndla sóttina og
þeir læknar sem höfðu lært í kaupmanna höfn.9
Markmið þessarar greinar, sem er fyrsta ítarlega grein um barns-
farasótt á Íslandi, er að fjalla um þá vá sem gat steðjað að konum í
kjölfar fæðinga. Sýking í legi eftir fæðingu var lífshættuleg konum
fyrir tíma sýklalyfja. Dregin verður upp mynd af einkennum barns-
farasóttar og sjúkdómsferli. Gerð verður grein fyrir hvaða meðferð
var beitt við sóttinni fyrir tíma sýklalyfja. Einnig verður fjallað um
hópsýkingu af barnsfarasótt á Vestfjörðum árið 1865. Ekki verður
gerð tilraun til að meta hversu margar konur létust á Íslandi af völd-
um barnsfarasóttar fyrr á öldum og til ársins 1881, þegar fyrstu
opinberu tölur um fjölda kvenna sem fengu sóttina komu fram. Það
ár fengu 15 konur barnsfarasótt á Íslandi og sex dóu í kjölfarið eða
erla dóris halldórsdóttir82
7 Levys kennslubók handa yfirsetukonum aukin og endurbætt af A. Stadfeldt. Íslensk
þýðing: Jónas Jónassen (Reykjavík: Einar Þórðarson 1871), bls. 335‒336.
8 Jón Hjaltalín, „Bólgusótt“, Heilbrigðistíðindi 9–10 (1872), bls. 72.
9 Vilmundur Jónsson, Lækningar og saga: Tíu ritgerðir I–II (Reykjavík: Bókaútgáfa
menningarsjóðs 1969), hér I. bindi, bls. 521–522.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 82