Saga - 2018, Page 85
um 0,3% nýbakaðra mæðra.10 Greinin byggist meðal annars á lýð -
fræðilegum aðferðum, þ.e. notkun íslenskra og norskra heilbrigðis -
skýrslna á árunum 1880–1989, til að meta hversu margar konur lét-
ust af barnsfarasótt hér á landi í samanburði við Noreg. Í greininni
verður notast við empíríska nálgun og tölfræði. Tímarammi hennar
nær frá sautjándu öld og til ársins 1988. Ári síðar ákváðu heilbrigðis-
yfirvöld hér á landi að hætta skráningu á barnsfarasótt í heil-
brigðisskýrslum en þá hafði engin kona fengið sóttina í þrjú ár.
Hvað er barnsfarasótt?
Barnsfarasótt (lat. febris puerperalis; e. puerperal fever/childbed fever) er
bakteríusjúkdómur sem getur sýkt konur í eða fljótlega eftir fæð -
ingu. Þegar bakteríur komast inn í líkamann í gegnum sár í fæðing-
arvegi eða fylgjubeðnum í leginu geta þær valdið barnsfarasótt-
arsýkingu.11 Sóttin orsakast ekki af því að smit berist á milli kvenn -
anna með andrúmslofti, eins og talið var langt fram eftir nítjándu
öld, heldur af smiti sem annaðhvort átti uppruna sinn í óhreinum
höndum eða óhreinsuðum eða lítt þrifnum áhöldum sem notuð
voru við fæðingarhjálpina, t.d. fæðingartöngum. Sýking getur líka
orðið eftir fósturlát. Fyrstu einkenni koma í ljós snemma, í fyrstu eða
annarri viku eftir fæðinguna, oftar en ekki á fyrsta eða öðrum degi
eða á fjórða eða fimmta degi.12 Steingrímur Matthíasson (1876–1948)
læknir lýsir einkennum barnsfarasóttar í bók sinni Hjúkrun sjúkra frá
árinu 1923:
Venjulega fer eigi að bera á veikinni fyrr en tveimur til fjórum dögum
eftir fæðinguna og lýsir sér þá með hita og hröðum æðaslætti, stundum
mjög háum hita þegar í byrjun samfara köldu. [V]erður þá þegar vart
barnsfarasótt á íslandi á nítjándu öld 83
10 Skýrslur um heilbrigði manna á Íslandi árin 1881–1890. Benedikt Tómasson tók
saman (Reykjavík: Skrifstofa landlæknis 1965), bls. 8.
11 Irvine Loudon, Death in Childbirth: An International Study of Maternal Care and
Maternal Mortality 1800–1950 (New york: Oxford University Press 1992), bls. 53.
12 Sama heimild, bls. 53. Árið 2015 létust 303 þúsund konur eftir barnsburð og
fæðingu í heiminum. Talið er að um 15% kvenna deyi af völdum sýkingar eftir
barnsburð, þá væntanlega sökum barnsfarasóttar. Þetta eru konur sem búa í
fátækum löndum þar sem hreinlæti er af skornum skammti. Þær fá ekki
viðeigandi sýklalyfjagjöf vegna barnsfarasóttarinnar en hún myndi bjarga lífi
þeirra. Jenný Inga Eiðsdóttir, „Mæðradauði í heiminum“, Ljósmæðrablaðið 85:2
(2007), bls. 23; Vef. World Health Organization „Maternal mortality“ http://
www.who.int/mediacentre/factsheets/fs348/en/, 28. desember 2016.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 83