Saga - 2018, Side 86
við eymsli í grindarholinu. Hreinsunarútferð sú, sem vön er að fylgja
eftir fæðinguna, minnkar, þegar hitinn kemur, eða teppist algerlega en
eftir nokkurn tíma hefst hún á ný og er þá meiri að vöxtum og stund -
um mjög daunill með ýldulykt.13
Bakteríuna sem veldur barnsfarasótt, Streptococcus pyogenes, fann
franski efnafræðingurinn Louis Pasteur (1822–1895) árið 1879. Hann
gat sýnt fram á að bakterían væri til staðar í blóði kvenna með
barnsfarasótt. Bakterían lifir á húð manna en getur valdið sýkingum
í sárum, blóði, liðum, beinum og öndunarfærum. Hún getur vaxið
og fjölgað sér hratt, bæði þar sem loft kemst að henni (loftháður eða
aerobe vöxtur) og þar sem loft eða súrefni skortir (loftfælin eða anae-
robe sýking). Streptococcus pyogenes tekur sér gjarnan bólfestu og vex
þar sem súrefni er ekki til staðar, eins og í legholinu. Þaðan breiðist
bakterían inn í legvegginn og svo eggjaleiðara, vefi nálægt leginu og
lífhimnu. Sýkingin getur dregið sjúklinginn til dauða á nokkrum
dögum ef ekki er gripið inn í með sýklalyfjum. Barnsfarasótt er skil-
greind sem blóðsýking í sængurlegu með 38ºC hita frá fyrstu 24
klukkustundum að næstu þremur vikum eftir fæðingu.14
Það var ungverskur læknir, Ignaz Phillipp Semmelweis (1818–
1865), sem vakti athygli á smitandi orsökum barnsfarasóttarinnar á
fimmta áratug nítjándu aldar. Sú vitneskja barst ekki til Íslands fyrr
en tveimur áratugum síðar, líklega fyrir tilstilli dansk-íslenska fæð -
ingarlæknisins Asger Snæbjørn Nicolai Stadfeldt (1830‒1896).15
Semmelweis hafði séð samhengi á milli lækna sem komu beina leið
úr líkskurðarhúsinu við Almenna sjúkrahúsið (Wiener Allgemeine
Krankenhaus) í Vínarborg í Austurríki, þar sem hann starfaði, og fóru
inn á fæðingardeildina til að rannsaka fæðingarvegi kvenna í fæð -
ingum.16 Þegar Semmelweis hóf þar störf árið 1844 dóu 36 sængur-
erla dóris halldórsdóttir84
13 Steingrímur Matthíasson, Hjúkrun sjúkra: Hjúkrunarfræði og lækningabók I‒II.
bindi (Akureyri: Prentsmiðja Björns Jónssonar 1923), hér II. bindi, bls. 309.
14 Irvine Loudon, Death in Childbirth, bls. 77–78; Edward Shorter, A History of
Women’s Bodies (New york: Basic Books 1982), bls. 116; Margaret DeLacy,
„Puerperal fever in eighteenth-century Britain“, Bulletin of the History of
Medicine 63 (1986), bls. 524; Lois N. Magner, A History of Medicine (New york:
Marcel Dekker 1992), bls. 258.
15 Reynir Tómas Geirsson, „Stadfeldt: danskur og kannski íslenskur“, Læknablaðið
97:7‒8 (2011), bls. 422‒423.
16 Sigurjón Jónsson, „I. F. Semmelweis“, Almanak um árið 1952 (Reykjavík: Guten -
berg 1951), bls. 25‒26; Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir, „Ignaz Philipp Semmel -
weis — Hin þjáða hetja“, Tímarit hjúkrunarfræðinga 84:3 (2008), bls. 30‒31.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 84