Saga - 2018, Side 87
konur af þeim 200 sem höfðu fætt þar börn.17 Á annarri fæðingar-
deild spítalans störfuðu aðeins ljósmæður og þar dóu mun færri
konur í sængurlegu en á deildinni þar sem læknar störfuðu við
sömu aðstæður. Hann ályktaði að það hlyti að vera efni eða agnir af
líkum, sem læknanemar og læknar hefðu á höndum sér eftir krufn-
ingar, sem bærust inn í fæðingarveg kvennanna þegar þeir skoðuðu
þær.18 Á þessum tíma var ekki notast við hlífðarhanska við upp-
skurði. Þar sem klórlausnir höfðu lengi verið notaðar til að losna við
ódaun af rotnandi efnum ákvað Semmelweis í maí árið 1847 að
notast við klórlausnir til að eyða ögnum sem loddu við hendur eftir
líkuppskurð. Mælti hann svo fyrir að enginn læknir mætti koma til
fæðandi konu á spítalanum fyrr en hann hefði skipt um föt og
þvegið hendur sínar í klórkalksvatni. Við þessa ráðstöfun rénaði
sóttin á spítalanum og svo fór að í júlí 1847 dóu aðeins þrjár konur
en í apríl sama ár höfðu þar dáið 57 konur.19 Segja má að handþvott-
ur hafi orðið að vísindaaðferð þegar Semmelweis ákvað handþvott
upp úr klórkalki, án þess að hann gæti útskýrt hvað ylli barnsfara-
sóttinni né heldur hvers vegna handþvotturinn gerði að verkum að
dánartíðni sængurkvenna á spítalanum lækkaði.20
Danski yfirlæknir Fødselsstiftelsen (fæðingarstofnunarinnar) í
kaup mannahöfn, Carl Edvard Marius Levy (1808‒1865), skrifaði
grein í Hospital-Meddelelser árið 1848 um nýjustu tilraunir til að
upplýsa um orsakir barnsfarasóttarinnar. Í greininni hafnaði Levy
kenningu Semmelweis, sem gat ekki sannað kenninguna um hreinar
hendur þeirra sem sinntu fæðingarhjálp, og taldi að það hlyti að
vera önnur ástæða fyrir barnsfarasóttinni en óhreinar hendur.
Læknar við fæðingarstofnunina í kaupmannahöfn stunduðu ekki
barnsfarasótt á íslandi á nítjándu öld 85
17 Sigurjón Jónsson, „I. F. Semmelweis“, bls. 26.
18 Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir, „Ignaz Philipp Semmelweis — Hin þjáða
hetja“, bls. 30‒31.
19 Sama heimild, bls. 31; Irvine Loudon, „Ignaz Phillip Semmelweis’ studies of
death in childbirth“, Journal of the Royal Society of Medicine 106:11 (2013), bls.
461.
20 Semmelweis hefur fengið viðurnefnið „Bjargvættur sængurkvenna“. Hann er
sagður faðir handþvottar enda alþjóðlegi handþvottadagurinn, 15. október ár
hvert, tileinkaður honum. Sjá: Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir, „Ignaz
Philipp Semmelweis — Hin þjáða hetja“, bls. 30; Shannon Neville, „Dr. Ignaz
Philipp Semmelweis“, Primary Care Update for OB/GYNS 2:2 (2003), bls. 66; Vef.
Einar Flydal, „Om Semmelweis, håndvask og paradigmeskift i strålevernet.“
https://einarflydal.com/?s=Om+Semmelweis, 14. nóvember 2017.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 85