Saga - 2018, Qupperneq 88
krufningar á líkum samhliða fæðingarhjálp og taldi Levy því óþarft
að þeir þvægju hendur sínar upp úr klórkalki áður en þeir sinntu
fæðandi konum.21 Þrátt fyrir þessa fullyrðingu Levys yfirlæknis
hafði hann vitneskju um að í september og október árið 1844 hefði
dánartíðni kvenna á fæðingarstofnuninni verið 15%. Varð það til
þess að 28. nóvember sama ár þurfti að loka stofnuninni og var hún
lokuð í eitt ár. Á árunum 1860‒1864 jókst dánartíðni kvenna á fæð -
ingarstofnuninni vegna barnsfarasóttar aftur og á þessum fjórum
árum dóu 385 af 5.555 fæðandi konum eða um 7%.22 Danski fæðing-
arlæknirinn Dyre Trolle (1914‒2002) lætur þau orð falla í bók sinni,
Fødselsstiftelsen i København, að þau 25 ár sem Levy var yfirlæknir á
fæðingarstofnuninni, frá 1840 til 1865, hafi verið daprasti tími í sögu
hennar vegna mikils mæðradauða.23 Vitað er um eina íslenska konu,
Margréti Skúladóttur 27 ára, sem eignaðist barn á fæðingarstofnun-
inni í kaupmannahöfn á jóladag árið 1851. Þegar hún fæddi dreng-
inn geisaði þar ekki barnsfarasótt. Bæði Margrét og drengurinn
hennar, Markús Vigfús, lifðu af fæðinguna en Margrét var við ljós -
mæðranám við Jordmoderskolen í borginni á þessum tíma og bjó á
fæðingarstofnuninni eins og aðrir ljósmóðurnemar.24
Skoskur læknir, Joseph Lister, fann upp svokallaða antiseptik-
sótthreinsiaðferð á árunum 1867–1869. Aðferðin fólst í notkun karból -
vatns við skurðaðgerðir, á sár og í umbúðir. Lister lagði áherslu á
handþvott á undan skurði og að áhöld sem notuð voru við aðgerðir
og umbúðir sem lagðar voru á sár væri allt þvegið með karból-
blöndu.25 Þessari aðferð kom nýi yfirlæknir fæðingarstofnunarinnar,
erla dóris halldórsdóttir86
21 Levy, „De nyeste Forsög i Födselsstiftelsen i Wien til Oplysning om Bar selfe -
berens Ætiologie“, Hospitals-Meddelelser 1 (1848), bls. 206‒208; Morgens Osler,
„Professor Carl Edvard Maurius Levy og barselfeberen i 1800–tallet“, Set &
Sket i Medicinsk-historisk Museum 11 (2001), bls. 48‒51.
22 Dyre Trolle, Fødselsstiftelsen i København og professoratet i fødselsvidenskab ved
Københavns Universitet (kaupmannahöfn: [án útg.] 1962), bls. 44, 46.
23 Sama heimild, bls. 43.
24 Rigsarkivet í Kaupmannahöfn. Den kongelige Fødsels- og Plejestiftelse. Hoved -
proto kol (Afd. A 1774‒1925). Protokol 1841‒1856, bls. 347; Vef. Erla Dóris Hall -
dórs dóttir, „Sigldar ljósmæður“, Hugrás. Vefrit Hugvísindasviðs Háskóla Íslands 30.
apríl 2016, http://hugras.is/2016/04/sigldar‒ljosmaedur/, 18. nóvember 2017.
25 Þorkell Jóhannesson, „Upphaf smitvarnar og smiteyðingar. Upphaf sýkla -
lyfja“, Læknablaðið 75:3 (1989), bls. 102‒104; Inge Reimann og Jørgen koch,
„kirurgi i københavn“, Set & Sket i Medicinsk-historisk Museum 6 (1996), bls.
18‒19; Steingrímur Matthíasson, Hjúkrun sjúkra I, bls. 166–169.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 86