Saga - 2018, Page 89
Asger Snæbjørn Nicolai Stadfeldt, á í kaupmannahöfn árið 1870.
Hann innleiddi sóttvarnir á stofnuninni og fólust þær meðal annars
í því að bæði læknar og ljósmæður urðu að þvo hendur sínar og
áhöld upp úr karbólvatni í hvert skipti sem þau komu við konu sem
var að fæða barn.26 Árangur af innleiðingu sótthreinsiaðferðar
Listers á fæðingarstofnuninni í kaupmannahöfn lét ekki á sér
standa og árið 1876 létust aðeins sex konur af þeim 978 sem fæddu
á stofnuninni það ár.27
Í bók sinni, Barnsfarasóttin (febris puerperalis) í öllum hennar teg-
undum, frá 1865 gerir Jón Hjaltalín landlæknir sér grein fyrir því að
„nályktarefni“, eins og hann kallar það, er efni sem fólk gat fengið
bæði á hendur og föt eftir að hafa snert lík. Hvatti hann í skrifum
sínum fólk til að þvo hendur sínar vel upp úr hreinu vatni og skipta
um föt áður en það fór inn til kvenna sem voru að fæða börn eða
lágu á sæng eftir fæðingu. Þar sem hvorki klórkalk né klórvatn var
til á Íslandi árið 1865 benti hann fólki á að kveikja á brennisteini og
láta eiminn af honum leggja um hendur og þvo þær síðan í hreinu
vatni.28 Það var þekkt frá því í fornöld að nota brennisteinsgufur til
að hreinsa andrúmsloft, en sú aðferð að láta eiminn af gufum
brennisteins leika um hendur í sótthreinsunarskyni hefur tæplega
nægt til að sótthreinsa þær. Og það vekur ekki síst athygli að Jón
beinir orðum sínum einkum að því fólki sem handfjatlaði lík áður
en það fór í fæðingarhjálpina en ekki hinum sem sinntu fæðingar-
hjálp.
Árið 1867 ferðaðist Jón Hjaltalín landlæknir til Glasgow í Skot -
landi og heimsótti Joseph Lister eftir að hann hóf að nota karbólsýru
sem smitvörn í skurðaðgerðum. Þar kynntist Jón þeirri aðferð að
nota karbólsýru á sár sem „greru óvanalega fljótt, og án þess, að í
þeim græfi“ eins og hann tíundaði í grein um rotnunareyðandi lyf
árið 1879.29 Engin merki eru þó sjáanleg um að Jón hafi viðhaft smit-
barnsfarasótt á íslandi á nítjándu öld 87
26 Reynir Tómas Geirsson, „Stadfeldt: danskur og kannski íslenskur“, bls. 421;
Dyre Trolle, Fødselsstiftelsen i København og professoratet i fødselsvidenskab ved
Københavns Universitet, bls. 47; Helen Cliff, Jordemoderliv (kaupmannahöfn:
Borgens Forlag 1992), bls. 34.
27 Morgens Osler, Fødselshjælpens historie (kaupmannahöfn: DADL Forlag [án
útgáfuárs]), bls. 140.
28 Jón Hjaltalín, Barnsfarasóttin (febris puerperalis) í öllum hennar tegundum (Reykja -
vík: Jafnaðarsjóður 1865), bls. 11‒12.
29 Jón Hjaltalín, „Um rotnunareyðandi lyf“, Heilbrigðistíðindi 3 (1879), bls. 17‒18.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 87