Saga - 2018, Page 90
varnir í skurðaðgerðum eða fæðingarhjálp eftir heimkomuna frá
Skotlandi. Ljósmæður á Íslandi höfðu kynni af sóttvarnaraðferð
með notkun karbólvatns árið 1871 í nýrri kennslubók, Levys kennslu-
bók handa yfirsetukonum aukin og endurbætt af A. Stadfeldt. Í fyrsta skipti
mátti í þeirri bók sjá á prenti hvatningu til ljósmæðra um að gæta
hreinlætis og þvo hendur sínar vel upp úr volgu sápuvatni, og ef
kostur var skyldu þær þvo sér upp úr karbólvatni, áður en þær
rann sökuðu konur um meðgöngutímann og í fæðingunni. Sagt var
frá því í bókinni að hin hættulega barnsfarasótt væri „opt á tíðum
afleiðing af óþrifnaði yfirsetukonunnar“.30 Einnig var tekið fram að
ljósmóðir mætti aldrei fást við líkklæði þeirra kvenna sem dáið hefðu
úr barnsfarasótt.31
Ekki er vitað hvenær karbólsýra barst til Íslands en samkvæmt
því sem fram kemur í tímaritinu Ísafold frá 1877 var karbólsýra aug -
lýst til sölu í Apótekinu í Reykjavík það ár. Auglýsingin snerist ekki
um sótthreinsun á höndum og áhöldum lækna og ljósmæðra heldur
um baðlyf fyrir sauðfé til lækninga á kláðamaur og óþrifum á kind-
um.32 Mjög líklegt er að ljósmæður hér á landi hafi nýtt karbólsýru
til sótthreinsunar á höndum árið 1895, eftir því sem kemur fram í
bók sem gefin var út í Reykjavík sama ár, Viðaukar og leiðrjettingar við
Kennslubók Levy’s handa yfirsetukonum eptir Kennslubók Dr. A. Stad -
feldts. Þar kom fram að þær gátu fengið karbólsýru í apótekum til að
eyða sóttnæmisefnum sem gátu verið á höndum þeirra.33 Soðið vatn
var einnig notað til sótthreinsunar á fæðingaráhöldum, því við suðu
drápust sóttkveikjur, þ.e. „örsmáar lifandi verur, sem ávallt eru öld-
ungis ósýnilegar berum augum“, og tóku sér bólfestu í líkama
manna, margfölduðust unnvörpum og gátu skaðað heilsu manna
eins og fram kom í Almennum reglum um varnir gegn út breiðslu næmra
sjúkdóma frá árinu 1912.34 Fyrsta heimild sem greinir frá því að
fæðingaráhald hafi verið þrifið í sjóðandi vatni áður en það var
notað við fæðingarhjálp er frásögn Þórunnar Ástríðar Björnsdóttur
erla dóris halldórsdóttir88
30 Levys kennslubók handa yfirsetukonum aukin og endurbætt af A. Stadfeldt, bls. 25,
334.
31 Sama heimild, bls. 336.
32 Ísafold 11. október 1877, bls. 104.
33 Viðaukar og leiðrjettingar við Kennslubók Levy’s handa yfirsetukonum eftir Kennslu -
bók Dr. A. Stadfeldts. Íslensk þýðing: J. Jónassen (Reykjavík: Sigurður kristjáns -
son 1895), bls. 96.
34 Almennar reglur um varnir gegn útbreiðslu næmra sjúkdóma 12. okt. 1912 og Sótt -
hreinsunarreglur 12. okt. 1912 (Reykjavík: Landssjóður 1912), bls. 18.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 88