Saga - 2018, Page 91
(1859‒1935), embættisljósmóður í Reykjavík. Í bók sinni, Nokkrar
sjúkrasögur, greinir hún frá því að þegar hún var kölluð í vitjun til
fæðandi konu á Norður-Reykjum í Mosfellssveit, þann 18. mars
1897, hafi hennar fyrsta verk verið að dýfa fæðingartöng læknisins
ofan í sjóðandi vatn.35
Læknar virðast ekki hafa tekið upp slíkar sótthreinsunaraðferðir
á þeim tíma. Í æviminningum Sigurðar Magnússonar (1866‒1940),
sem var við nám í læknaskólanum í Reykjavík á árunum 1887 til
1891, er greint frá heimsókn hans síðasta veturinn í náminu, í fylgd
með starfandi lækni, til fæðandi konu á Seltjarnarnesi. konan lá í
baðstofu þar og lýsir Sigurður því þegar þeir komu til hennar.
Læknirinn hóf þegar að rannsaka konuna án þess að þvo sér um
hendur. Það sem Sigurði var minnisstæðast var að læknirinn fann
undir rúmi konunnar strigapoka fullan af mold og lagði hann undir
sitjanda hennar. Síðan tók hann úr tösku sinni fæðingartöng, leiddi
hana inn í fæðingarveg konunnar án þess að hreinsa hana og leyfði
Sigurði læknanema að draga barnið út. Lætur Sigurður þess getið
að hann fékk aldrei spurnir af því hvernig konunni vegnaði eftir
fæðingarhjálpina, en hneykslaður var hann. Segir hann í ævisögu
sinni að þarna hafi ekki verið um sóttvarnir að ræða heldur sóða -
skap „sem mundi vera talinn glæpsamlegur“ þegar hann rifjaði upp
minninguna árið 1935.36
Samkvæmt áhaldaskrá handa ljósmæðrum á Íslandi frá 31. des-
ember 1908 fengu þær þá í fyrsta skipti handbursta sem þær skyldu
nota til að bursta hendur sínar upp úr súblímatvatni, lýsólvatni eða
fenólvatni.37 Er þetta fyrsta heimild sem greinir frá því að þær hafi
fengið sóttvarnarlyf til að drepa bakteríur af höndum sínum áður en
þær fóru í fæðingarhjálpina. Ljósmæður í Danmörku voru langt á
undan kynsystrum sínum hér á landi að þessu leyti því árið 1880
öðluðust þær rétt til að fá úr apótekum karbólsýru til sótthreinsunar
á höndum sínum og áhöldum.38 Á Íslandi var það ekki fyrr en 53
barnsfarasótt á íslandi á nítjándu öld 89
35 Þórunn Á. Björnsdóttir, Nokkrar sjúkrasögur: Úr fæðingarbók Þórunnar Á. Björns -
dóttur ljósmóður (Reykjavík: Þórunn Á. Björnsdóttir 1929), bls. 112.
36 Sigurður Magnússon, Æviminningar læknis (Reykjavík: Iðunn 1985), bls. 59; Jón
Ólafur Ísberg, Líf og lækningar: Íslensk heilbrigðissaga (Reykjavík: Hið íslenska
bókmenntafélag 2005), bls. 90‒91.
37 Anna Sigurðardóttir, „Úr veröld kvenna — Barnsburður“, Ljósmæður á Íslandi
II. bindi (Reykjavík: Ljósmæðrafélag Íslands 1984), bls. 314.
38 Stadfeldt, „Antiseptiken i Fødselshjælpen, med særligt Hensyn til Jorde moder -
praxisen“, Tidsskrift for Jordemødre 1:4 (1891), bls. 40.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 89