Saga - 2018, Page 92
árum síðar, árið 1933, sem ljósmæður fengu afhent, gegn ávísun frá
læknum, lýsól eða önnur sótthreinsilyf að vild samkvæmt ljós mæðra -
reglugerð frá 23. október 1933.39 Þegar líða tók á tuttugustu öld var
svo komið í hreinlæti hjá fæðandi konum og sængurkonum, eins og
Anna Sigurðardóttir hefur bent á, að sótthreinsunarefni, karból og
lýsól, angaði um hús þar sem sængurkonur lágu og ljósmæð ur sótt-
hreinsuðu og burstuðu hendur sínar vel og vandlega.40
Árið 1932 vissu læknar hér á landi að barnsfarasótt stafaði ekki
aðeins af óþrifnaði lækna og ljósmæðra. Þær stéttir gerðu það sem í
þeirra valdi stóð til að breiða út þekkingu til varnar gegn sóttinni.
Stór áhættuþáttur var „líkamsþol kvenna og viðnám þeirra“.41 Sæng -
ur konur voru misjafnlega fyrirkallaðar og þær sem fengu þessa lífs-
hættulegu sótt og lifðu af voru lengi að jafna sig. Þetta sjónar horn
kom fram hjá Ólafi Ó. Lárussyni (1884‒1952), héraðs lækni í Vest -
manna eyjum árið 1932.42
Meðferð við barnsfarasótt
Fyrir tíma sýklalyfja á fjórða áratug tuttugustu aldar fólst meðferð
við barnsfarasótt einkum í því að taka konum blóð með bíld á hand-
legg og láta blæða vel svo við yfirliði lægi. Sama meðferð var notuð
við sóttinni á fæðingarstofnuninni í kaupmannahöfn. Blóðtökur
voru taldar ómissandi ráð við bólgusjúkdómum, því þær áttu að
eyða bólgum, og þær voru stundaðar sem meðferðarform vegna
barnsfarasóttar fram á tuttugustu öld.43 Næst á eftir blóðtökum var
að setja blóðsugur á kviðinn, þar sem konan fann til, og eftir það
skyldi konunni gefin stólpípa með calomel-dufti og ópíum. Calomel
var kvikasilfurslyf og talið eyða bólgum. Það sama átti við um
kvikasilfurssalva sem borinn skyldi á kvið konunnar og á lærin inn-
anverð. Þriðja lyfið var joð, sem einnig var notað við bólgusótt og
borið með pensli eða fjöður á maga konunnar. Terbinthin-olíu, sem
notuð var við bólgusótt, mátti einnig nota og skyldi dreypa henni í
erla dóris halldórsdóttir90
39 Anna Sigurðardóttir, „Úr veröld kvenna — Barnsburður“, bls. 318‒319.
40 Sama heimild, bls. 255.
41 Ól. Ó. Lárusson, „Lífið og lífsstörfin“, Ingjaldur 17. september 1932, bls. 2.
42 Sama heimild, bls. 2.
43 Blóðkolluáhöld, sem ljósmæður notuðu við fæðingarhjálp, voru aflögð árið
1934. Sjá: Gunnlaugur Snædal, „Ljósmæðraskóli Íslands 75 ára“, Ljósmæðra -
blaðið 65:2 (1987), bls. 68.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 90