Saga - 2018, Side 93
vaðmálspjötlur og setja á kvið konunnar. Þá var spanskfluguplástur
eitt meðferðarform. Spanskflugur var vel þekkt lyf öldum saman,
búið til úr þurrkuðum og möluðum smaragðsgrænum flugum sem
lagðar voru í ólífuolíu í nokkrar klukkustundir og síðan blandað
saman við bývax. Að því loknu var efnið sett í plástur. Plásturinn,
sem veldur blöðrumyndun á húð, hefur þann tilgang að auka blóð -
flæði og draga úr bólgum.44
Það var ekki fyrr en með uppgötvun sýklalyfja að dró verulega
úr dauðsföllum sængurkvenna vegna sóttarinnar, eins og fram kem-
ur í grein Ragnheiðar Ingu Bjarnadóttur. Þar segir að eftir 1945 hafi
mæðradauði tekið að lækka „mest vegna tilkomu sýklalyfja og blóð -
gjafa.“45 Upp úr 1930 barst tilkynning frá lyfjafyrirtækinu Bayer í
Þýskalandi að Gerhard Domagk (1895‒1964) bakteríufræðingur
hefði sett saman „öflugt lyf gegn ýmsum sýklum.“46 Lyfið fékk heitið
prontósíl (e. prontosil) og er það fyrsta bakteríulyfið sem fundið var
upp.47 Lyfið var notað við barnsfarasótt og mjög líklegt er að fyrsta
konan á Íslandi hafi fengið lyfið vegna barnsfarasóttar árið 1938.
Eftir því sem kemur fram í Heilbrigðisskýrslu árið 1938 gaf héraðs -
læknirinn í Öxarfjarðarhéraði, Jón Árnason (1889‒1944), 35 ára konu
lyfið. Níu dögum eftir fæðingu fékk hún háan hita og stóð svo um
sex vikur. Samkvæmt orðum héraðslæknisins virðist prontósíl hafa
komið að góðum notum.48 Fleiri lyf til að útrýma barnsfarasóttar-
bakteríunni komu á markaðinn, svo sem súlfónamíð (e. sulfan -
ilamide) sem er náskylt prontósíli.49 Árið 1939 gaf héraðslæknirinn á
barnsfarasótt á íslandi á nítjándu öld 91
44 Jón Hjaltalín, Barnsfarasóttin (febris puerperalis) í öllum hennar tegundum, bls.
16‒20; Steingrímur Matthíasson, Hjúkrun sjúkra I. bindi, bls. 141; Hallgerður
Gísladóttir, „Gömul læknisráð á Þjóðminjasafni“, Læknablaðið 84:12 (1998), bls.
1000.
45 Ragnheiður Inga Bjarnadóttir, „Burðarmálsdauði á Íslandi — getum við enn
lækkað tíðnina?“, Læknablaðið 89:10 (2003), bls. 745.
46 Örnólfur Thorlacius, „Frá Piltdownmanni til Prontosíls og blekkingar í vísind-
um“, Lesbók Morgunblaðsins 6. ágúst 1988, bls. 9; Milton Silverman, Undir gunn-
fána lífsins. Sigurður Einarsson þýddi (Reykjavík: Finnur Einarsson Bóka versl -
un 1943), bls. 258.
47 Örnólfur Thorlacius, „Frá Piltdownmanni til Prontosíls og blekkingar í vísind-
um“, bls. 9.
48 Heilbrigðisskýrslur 1938: Samdar af landlækni eftir skýrslum héraðslækna og öðrum
heimildum (Reykjavík: Skrifstofa landlæknis 1940), bls. 18.
49 Í grein eftir Þorkel Jóhannesson kemur fram að lyfið súlfónamíð hafi farið sigur -
för um heiminn á árunum 1935‒1940. Sjá: Þorkell Jóhannesson, „Upphaf smit-
varnar og smiteyðingar: upphaf sýklalyfja“, Læknablaðið 75:3 (1989), bls. 112.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 91