Saga - 2018, Page 94
Blönduósi, Páll Valdimar Guðmundsson kolka (1895‒1971), konu í
umdæmi hans súlfónamíð vegna barnsfarasóttar og batnaði henni
við gjöfina.50
Annað sýklalyf í baráttu við barnsfarasótt var pensilín. Sam -
kvæmt því sem kemur fram hjá Þorkeli Jóhannessyni var farið að
nota þetta lyf fyrst hér á landi sumarið 1943. Herlæknar hjá banda -
ríska hernum komu með pensilínið til Íslands. Ung stúlka með bein-
himnubólgu var meðhöndluð með pensilíni á bandaríska herspítal-
anum við Helgafell í Mosfellssveit. Íslenskir læknar höfðu þó ekki
aðgang að pensilíni fyrr en árið 1944.51 Árið 1945 var farið að gefa
pensilín við barnsfarasótt hér á landi. Þá gaf héraðslæknirinn á Eyrar -
bakka, Bragi Ólafsson (1903‒1983), lyfið konu sem átti erfitt með að
fæða. Beita þurfti bæði vendingu og framdrætti til að ná barninu lif-
andi úr móðurkviði. konan fékk hita eftir fæðinguna og voru henni
gefnar pensilín-spýtingar á þriggja klukkustunda fresti nótt og dag í
tvo og hálfan sólarhring. konunni batnaði fljótt og náði heilsu.52
Árið 1950 kemur fram í heilbrigðisskýrslum að þess sé vænst að
ljósmæður hafi „jafnan súlfalyf og oft pensilín við höndina, sem þær
grípa til, ef konur“ fái hita eftir fæðingu.53 Ljósmæður máttu sam-
kvæmt lögum ekki gefa sýklalyf nema með samþykki læknis og er
sú afstaða sem fram kemur í heilbrigðisskýrslum mjög áhugaverð í
ljósi þess að lögum samkvæmt var læknum einum leyft að fyrir -
skipa hvenær sýklalyf skyldu notuð.54 Þetta sýnir að þegar um líf og
dauða var að tefla skipti hvorki staða læknis né lög og hefðir máli.
erla dóris halldórsdóttir92
50 Heilbrigðisskýrslur 1939: Samdar af landlækni eftir skýrslum héraðslækna og öðrum
heimildum (Reykjavík: Skrifstofa landlæknis 1941), bls. 18.
51 Þorkell Jóhannesson, „Upphaf smitvarnar og smiteyðingar: upphaf sýkla lyfja“,
bls. 115. Samkvæmt því sem kemur fram á Vísindavef Háskóla Íslands er ekki
vitað hvenær farið var að nota pensilín á Íslandi. Sjá: Vef. Þórdís kristinsdóttir,
„Hvenær var penisilín fyrst notað á Íslandi?“, Vísindavefurinn 23. apríl 2014,
https://www.visindavefur.is/svar.php?id=67246, 20. júlí 2017.
52 Heilbrigðisskýrslur 1945: Samdar af landlækni eftir skýrslum héraðslækna og öðrum
heimildum (Reykjavík: Skrifstofa landlæknis 1949), bls. 25.
53 Heilbrigðisskýrslur 1950: Samdar af landlækni eftir skýrslum héraðslækna og öðrum
heimildum (Reykjavík: Skrifstofa landlæknis 1954), bls. 28.
54 Í tilskipun um lærða lækna og lyfsala í danska ríkinu, frá 4. desember 1672, var
sú ábyrgð lögð á lækna að þeir einir mættu fyrirskipa lyfjagjafir til sjúklinga,
sbr. Lovsamling for Island I–XXI. Oddgeir Stephensen og Jón Sigurðsson tóku
saman (kaupmannahöfn: Höst 1853‒1889), hér I. bindi, bls. 341. Þessi umfjöll -
un nær hvorki til tannlækna né dýralækna sem mega samkvæmt lögum fyrir-
skipa lyfjagjafir.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 92