Saga - 2018, Qupperneq 96
farasótt áttu konur eftir að deyja af völdum hennar. Sýking af barns-
farasótt gat verið svo yfirþyrmandi að jafnvel þótt sýklalyfin
virkuðu á bakteríuna gat sýkingin leitt til dauða.
Ógnir barnsfarasóttar fyrr á öldum
Sýkingar eftir barnsburð er fyrst getið í elstu læknaritum og það hjá
þeim sem hefur hlotið það sæmdarheiti að vera „faðir læknisfræð -
innar“, eða Hippókratesi er uppi var á fimmtu öld fyrir krist. Hann
taldi bólgu í móðurlífi kvenna eftir barnsburð stafa af ójafnvægi í
aðalvessum líkamans, sem voru blóð, slím, gult og svart gall.57 Án
þess að nefna heiti sjúkdómsins lýsti Hippókrates í textum sínum
sýkingum hjá konum eftir fæðingar sem virðast hafa verið sjaldgæf-
ar en ekki óþekktar meðal Forn-Grikkja.58 Ítalskur læknir, Hieron -
ym us Mercurialis (1530‒1606), tók eftir því að konur misstu mjólk
úr brjóstum þegar þær veiktust í sængurlegu og taldi að í stað þess
að mjólkin rynni úr brjóstum bærist hún í leg og myndaði graftar-
kennda, illa lyktandi útferð frá fæðingarvegi.59
Fyrstur til að koma nafni á sýkingu eftir barnsburð hjá konum
varð enskur læknir, Thomas Willis. Hann notaði hugtakið „febris
puerperarum“ árið 1676, en enska orðið sem notað er um barnsfara-
sótt í dag, „puerperal fever“, birtist fyrst árið 1716, í ritgerð um sjúk-
dóminn hjá enskum lækni að nafni Edward Strother (1675–1737).60
Á átjándu öld hófu læknar að kanna sjúkdóma sem ollu hækkandi
líkamshita hjá fólki. Einn þeirra sjúkdóma sem ollu hækkun líkams-
hita hjá konum í sængurlegu var barnsfarasótt. Fyrstur til að benda
á að barnsfarasótt væri bólgusjúkdómur varð enskur læknir, Richard
Manningham (1690–1759), sem starfaði sem fæðingarlæknir við
fæðingarstofnun í Lundúnum, Infirmary of London, um miðja átj-
ándu öld. Í bók sinni, Treatise on the Symptoms, Nature, Causes, and Cure
erla dóris halldórsdóttir94
57 Jón Hjaltalín, Barnsfarasóttin (febris puerperalis) í öllum hennar tegundum, bls. 5;
Albert H. Adriaanse, Maria Pel og Otto P. Bleker, „Semmelweis: the combat
against puerperal fever“, European Journal of Obstetrics & Gynecology and
Reproductive Biology 90 (2000), bls. 153; Jón Ólafur Ísberg, Líf og lækningar, bls.
13–15; Christine Hallett, „The Attempt to Understand Puerperal Fever in the
Eighteenth and Early Nineteenth Centuries: The Influence of Inflammation
Theory“, Medical History 49 (2005), bls. 1.
58 Lois N. Magner, A History of Medicine, bls. 258.
59 Albert H. Adriaanse, Maria Pel og Otto P. Bleker, „Semmelweis: the combat
against puerperal fever“, bls. 153.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 94